Studia Islandica - 01.06.1941, Side 29
27
þeirra var Jón Austmann, síðar prestur í Stöð). Önnur
ferð þeirra félaga var farin 1836 og bættust nú allmargir
vísindamenn í hópinn: Victor Lottin, eðlisfræðingur, Au-
gust Mayer, málari, Xavier Marmier, norrænufræðing-
ur,1) Raoul Anglés, veðurfræðingur, og Louis Bevalet,
teiknari og safnandi náttúrugripa. Fóru þeir félagar nú
austur og norður (um Mývatn, til Akureyrar, að Hólum,
suður óbyggðir, komu í Surtshelli og víðar). Sömdu þessir
félagar afarstórt ritverk í 9 bindum (í 8vo) og fylgdu
3 myndabindi með (í arkarbroti). Gaf franska stjórnin
ritverk þetta út á árunum 1838—1852: Voyage en Islande
et au Groénland executé pendant les années 1835 et 1836
sur la corvette „La Recherche“, commandée par M. Tré-
houart dans le but de découvrir les traces de „La Lilloise“.
Gröndal minnist í Dægradvöl á ferðir Gaimards til Islands
og segir allítarlega frá þeim (bls. 47—52). Segir hann, að
latína hafi verið töluð við þessa frönsku ferðamenn. Hann
getur þess, að hið mikla ritverk hafi kostað 500 franka.
Þegar íslendingar í Kaupmannahöfn 1839 héldu Gai-
mard veizlu, er hann kom þangað úr norðurferðum, varð
hið fræga kvæði Jónasar Hallgrímssonar til: „Þú stóðst
á tindi Heklu hám“. Við þetta tækifæri flutti Þorl. Repp
snjalla ræðu á frönsku, sem uppkast er til að.2) Hafa
kvæðið og ræðurnar verið gefnar út á frönsku,3) en Grön-
dal segir frá því í Dægradvöl, að Páll Melsted hafi þýtt
kvæði Jónasar Hallgrímssonar á latínu, en Gaimard hafi
viknað.4)
Áður er getið, að franskir sjómenn hafi oft leitað hafna
1) Marmier hefir ritað: Lettres sur l’Islande (Paris 1837),
Histoire d’Islande 1840 (úr ferðasögunni) og síðar (1843) La litte-
rature islandaise.
2) Sbr. Páll E. Ólason: Jón Sigurðsson I, 396—7.
3) Xavier Marmier: Chants islandais. Paris 1839 (16 bls.).
4) Um Gaimard hefir ritað Páll Sveinsson í Almanaki Þjóðvina-
félagsins 1030, 25 o. áfr., en um Marmier þeir Halldór Hermannsson
í Óðni V, 33 o. áfr., sbr. bls. 43, og Klemens Jónsson í Óðni VI, 27.