Studia Islandica - 01.06.1941, Side 30
28
á Austfjörðum, einkum á Fáskrúðsfirði. Segir Þorv. Thor-
oddsen í Ferðabók sinni, að Fáskrúðsfjörður hafi verið
aðalstöð franskra fiskimanna við ísland; og „er þar því
oftast fullt af frönskum duggum, hafa landsbúar mikil
mök við þá og verzlun. Hver getur vel gert sig skiljanlegan
fyrir öðrum, því að þar og víðar í fjörðum hefir skapazt
mjög skringilegt hrognamál, samsett af frakkneskum, þýzk-
um og íslenzkum orðum, er þeir nota til viðurtals —<‘.1)
Þá leituðu þeir oft til Vopnafjarðar og höfðu viðskipti við
íslendinga, skiptu á salti, brauði, konjaki, rauðvíni o. fl.
fyrir íslenzkar vörur.2) Hekla gaus 2. sept. 1845 og komu
þá ýmsir vísindamenn til íslands til að kanna eldstöðv-
arnar og gera vísindalegar athuganir. Meðal þeirra var
A. des Cloizeaux, steinafræðingur frá Frakklandi, er kom
hingað 1845 og næsta ár aftur ásamt öðrum vísindamönn-
um.3) Eru til ýmsar ritgerðir eftir hann á frönsku um
þessi ferðalög.4) Fer nú að fjölga komum franskra her-
skipa til íslands og eru þau við strendur íslands alloft á
árunum 1840—1866. Fást þau einkum við mælingar og
eru til allmargir franskir uppdrættir frá þessum árum og
síðar.5)
Árið 1856 er margt tiginna gesta á íslandi. Auk hins
merka enska lávarðar Dufferins, er samdi ágæta ferða-
bók um Island („Letters from high latitudes") kom hing-
að franskur prins Jerome Napoleon, er ferðaðist nokkuð
um ísland með fríðu föruneyti.6) En tildrög þeirrar ferð-
ar munu hafa verið þau, að ári áður fór franska stjórnin
fram á að fá ítak til nýlendustofnunar og fiskverkunar á
Dýrafirði og mun prinsinn hafa ítrekað þá beiðni, en
1) Þorv. Thoroddsen: Ferðabók I, 66.
2) Ferðabók III, 344.
3) Landfræðiss. IV, 38.
4) Landfræðiss. IV, 45.
5) Um frönsk sjóbréf, sbr. Landfr.s. IV, bls. 318 o. áfr.
6) Um ferð hans sbr. Charles Edmond: Voyage dans les mers du
Nord, á bord de la corvette „La Reine Hortense“. Paris 1857.