Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 35
33
beggjamegin Vestrhorns: 38 í Skaptafellssókn, 16 í
Bjarnanessókn.
Skip þessi og góz höfðu öll splundrazt og farið í spón
og rekið svo á land hvað innan um annað, svo allt varð að
selja við uppboðið án greinarmunar. Af öllum 4 skipun-
um náði strandrek þetta 895 rd. 16 sk. uppboðsverði, og
er í sýslumannsbréfinu til suðuramtsins talið víst, að
hvergi nærri hrökkvi það fyrir öllum kostnaði við að
koma í jörðina 56 líkum, en aftr til legu og aðhjúkrunar-
kostnaðar 2 farlama skipverja, er eigi voru flutningsfær-
ir, og hinn 3., er haldið var eftir heilbrigðum til að hjúkra
þeim, og svo til flutnings þeirra 28, er ferðafærir voru og
flytja varð vestan úr Nesjum og austr á Djúpavog eðr
Austfirði".
Enn er í fersku minni hinn sorglegi atburður, er rann-
sóknarskipið „Pourquoi pas“ fórst með allri áhöfn 16.
sept. 1936 á skerinu Hnokka út frá Straumfirði á Mýr-
um. Fórst öll áhöfn skipsins, að undanteknum einum
manni, samtals 33, og var meðal þeirra hinn heimskunni
vísindamaður dr. Jean Charcot, er úm mörg ár hafði siglt
skipi þessu í rannsóknarleiðangra um Suður- og Norður-
höf. Hann mun hafa komið 14 sinnum til íslands og hafði
áunnið sér virðingu og vinsemd íslendinga með framkomu
sinni, enda var hann nefndur ,,the Polar gentleman“ í
hópi vísindamanna. Hann var fæddur í Neuilly-sur-Seine
í einni af útborgum Parísar 1867.1) Fór fram útfarar-
athöfn þeirra félaga í Landakotskirkju 30. sept. og var
sálumessunni útvarpað og hún send gegnum stuttbylgju-
stöðina til útvarpsstöðvarinnar í París og var þar endur-
varpað. Þúsundir íslendinga fylgdu líkkistunum 22 til
hafnar, en franska herskipið „L’Audacieux“ flutti hina
1) Um dr. Charcot hefir T.hora Friðriksson ritað í Eimreiðinni
1931, 144—163, og ennfremur Halldór Kiljan Laxness: ísland og
Frakkland. Tímarit Máls og Menningar 1941, 276—282. Um þenna
sorglega atburð hefir Rósa B. Blöndals ort snoturt kvæði: Pourquoi
pas? (Nýjar kvöldvökur 1937, bls. 97—101). Hún reynir að lýsa
3