Studia Islandica - 01.06.1941, Side 36
34
látnu til Frakklands. í þakkarávarpi því, er A. Zarzecki
ræðismaður Frakka birti í blöðunum eftir útfararathöfn-
ina, komst hann m. a. svo að orði: „Að lokum þakka ég
öllum þeim íslendingum, sem færðu sína hinztu kveðju
þeim, sem nú hafa látið lífið fyrir vísindin. Mér er kunn-
ugt um það, að sumir komu langt að til þess að fylgja
kistum þeirra. Og þegar líkfylgdin fór eftir götum höfuð-
borgarinnar, vottaði fólkið samúð sína á svo hjartanlegan
og virðulegan hátt, að ekki líður úr minni. f mínu landi er
mælt, að þegar einhver ratar í raunir, komist hann fyrst
að því, hverjir séu vinir hans. Við þetta sorglega tækifæri
hafa allir íslendingar sýnt, að þeir eru sannir og einlægir
vinir Frakklands".
Loks ber að minnast þess, að á þúsund ára hátíð Al-
þingis 1930 komu tveir fulltrúar frá Frakklandi, er báru
fram hamingjuóskir frönsku stjórnarinnar. Voru það þeir
Lancien öldungadeildarmaður og Vincent þingmaður og
borgarstjóri í Calais. Komu þeir á franska herskipinu
„Suffren“.
Á vígsludegi háskólabyggingarinnar 17. júní 1940 flutti
ræðismaður Frakka H. Voillery kveðjur frá frönskum há-
skólum, en skömmu síðar sendi rektor háskólan's í París
M. Roussy íslenzka háskólanum hjartanlegt ávarp.1)
Auk þeirra Frakka, er nefndir hafa verið, hafa all-
storminum og óveðrinu, er skipið fórst, og spyr um hinar huldu ráð-
gátur lífs og dauða:
Pourquoi pas?
hvíslar stormur.
Hann hvessir, hvessir.
— Hvers vegna ekki?
og alltaf hvessir —
og kveður um máfinn, er dr. Charcot hleypti út úr búrinu, áður en
skipið fórst. Ennfremur orti Grétar Fells minningarljóð um Charcot
(í Vísi 1936, 19. sept.).
1) Er það prentað í íslenzkri þýðingu í Lesbók Morgunblaðsins
8. sept. 1940, en á frönsku í Árbók Háskólans 1939—40, bls. 85.