Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 39
37
ves“, fyrra bindinu, er kom út 1850; birtist þar útdráttur
úr allmörgum Eddukvæðum. 1866 kom út þýðing í óbundnu
máli á allmörgum Eddukvæðum eftir E. de Lavéleye í riti
hans „La saga des Nibelungen dans les Eddas et dans le
Nord Scandinave“ (París) og var meðal Eddukvæðanna
talinn „Gunnars slagr“ (sem mun vera eftir síra Gunnar
Pálsson, ý 1791). Síðan hafa ýmsar þýðingar á Eddu-
kvæðunum og ritgerðir um Eddu birzt á frönsku, en merk-
ustu þýðingarnar eru þær, er Belginn Felix Wagner
birti 1929 („Les Poémes héro'iques de l’Edda“ etc.) og
1936 („Les Poémes mythologiques de l’Edda“ etc.).1)
Felix Wagner hefir einnig þýtt á frönsku íslendingabók
(1898), Gunnlaugssögu (1899), Friðþjófssögu (1904) og
Egilssögu ‘(1925). Hefir hann auk þess ritað um Snorra
Sturluson 1931 í Revue Belge de Philologie et Histoire.
Annar Belgi Jules Leclercq hefir ritað um Vínlands-
ferðir íslendinga 1914 í rit konunglega belgiska vísinda-
félagsins og allmargir Frakkar hafa ritað um sama efni
eða þýtt Eiríkssögu rauða, Þorfinnssögu Karlsefnis og
Grænlendingaþátt á frönsku.
Þá hefir Ólafssaga helga í Heimskringlu komið út á
frönsku 1 þýðingu eftir Georges Sautreau 1930.
Allmargar íslendingasögur hafa verið þýddar á frönsku:
Bandamannasaga (1888), Egilssaga, Fóstbræðrasaga (1882
í þýðingu eftir Eugéne Beauvois, er hefir ritað margt um
forn íslenzk fræði), Gunnlaugssaga (ný þýðing 1923 eftir
Aurélien Sauvageot), Hrafnkelssaga (1888), íslendinga-
bók, Landnámabók (1887), Laxdæla (1914, eftir Fernand
Mossé), Njála (1886, eftir Jules Gourdault), Þórðar saga
hreðu (1888, eftir Jules Leclercq). Þá eru til nokkurar þýð-
ingar á Fornaldarsögum (Bósasögu, Friðþjófssögu hins
frækna, Hálfssögu ok Hálfsrekka, Völsungasögu, Þiðreks-
sögu o. fl.).
Þá má geta þess, að Sólarljóð voru þýdd 1858 af F. G.
1) Sjá skrána um franskar þýðingar á íslenzkum ritum síðar í
riti þessu.
L