Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 49
47
ð vent, si l’éspace est suffisant! Telur hann íbúa Reykja-
víkur vera 3000. íslendingar séu daprir í bragði og sóða-
legir, en konurnar séu fagrar og höfuðbúnaður þeirra
minni á grískar konur. Hann segist hafa komið á sveita-
bæ, þar sem ung stúlka hafi sungið sálma fyrir hann, en
hann bætir því við, að hann voni, að það sé í síðasta sinn,
að hann komist í samband við íslenzka söngva!
1877 kom út eftir P. A. de Rougemont: Voyage en Is-
lande. Bull. de la Soc. des sciences naturelles de Neuchátel.
Tome XI. Neuchatel 1877 (167—197).
1879 kom út ritgerð eftir W. de Duranti: Islandais í La
Revue de Paris, IV. année, Paris 1879, bls. 678—692.
1880 kom út P. Vouga: En Islande. Souvenirs de voyage.
Bibl. universelle et revue suisse. III. période. Tome VI.
Lausanne 1880 (í 7. og 8. bindi um jarðskjálfta og eld-
fjöll).
1882 kom út Ch. Remy: L’Islande (Revue Scientifique,
14. oct. 1882, bls. 485—496).
1883 kom út allstórt rit í París eftir Jules Leclercq: La
terre de glace. Féröe. Islande. Les Geysers. Le mont Hekla
(320 bls.). Höfundur þessi hefir farið víða um og m. a.
heimsótt Matthías Jochumsson í Odda, en hann las fyrir
höf. úr þýðingum sínum á „Macbeth“, „Hamlet“ og „Othel-
lo“. Hann þýðir á frönsku ýmis staðanöfn eins og Ljósa-
vatn „Lac de la lumiére", Skjálfandafljót „Fleuve fris-
sonnant“, Goðafoss „Cataracte de dieus“, Aðalreykjadal-
ur „Noble vallée fumante“ o. s. frv. Margt er rangt í rití
þessu, m. a. segir hann, að Jón Sigurðsson hafi dáið áður
en konungur kom til íslands 1874!
1884 kom út eftir Paul de Séde: L’Islande. Mission de
1883. La Nature, 13. année. No 602. Paris 1884 (bls. 18—
22).
Sama ár kom út A. Théze: Les íles Westmann et la cóte
ouest d’Islande. Bull. de la Soc. de Géogr. de Rochefort.
Tome V. Rochefort 1884 (bls. 299—302); áframhald i
7. bindi 1887, bls. 190—194.