Studia Islandica - 01.06.1941, Qupperneq 54
52
um). Kveður höf. ísland vera dularfyllsta land í heimi.
Minnist hann á Skólavörðuna í Reykjavík, er hann kallar
stjörnuturn, en þar hafi aldrei verið neitt athugað! Latínu-
skólann kallar hann háskóla. Hann segir, að ísland sé öf-
undsvert land, því að þar fari allt fram með hægð. Fang-
elsið í Reykjavík sé tómt, því að aldrei séu glæpir framdir.
Höfundur hefir farið víða um land og birtir mynd af
reynivið á Akureyri, önnur tré séu ekki til á íslandi. Hann
segir, að Islendingar séu svo menntaðir, að sjómaðurinn
og bóndinn tali mörg tungumál og vitni í bókmenntir, er
rætt sé við þá. Hann segist bera takmarkalausa virðingu
fyrir íslenzku þjóðinni og við hana eigi: justitia excedens
terris vestigia fecit.
1912 kom út í París E. Le Séch: Islande et Norvége.
Journal de bord d’un marin breton. Orné de soixante-
quinze illustrations photographiques par l’auteur. Préface
d’Anatole le Braz. Poésies de Th. Botrel. Editions artisti-
ques E. Hamonic, Saint-Brieuc. París 1912 (108 bls., gefið
út með samþykki flotamálaráðuneytis Frakka).
1921 birtist í Rennes rit um fiskveiðar Frakka við ís-
land eftir /. M. Grossetéte: La grande péche de Terre-
neuve et d’Islande (421 bls., dr.-ritgerð).
192U kom út í París ferðasaga eftir L. F. Rouquette:
L’ile d’enfer. Bois de Barthélemy (190 bls.).
1927 kom út í París ferðasaga eftir Raymond Chevalier:
Au pied des volcans polaires. Notes d’un voyage aux Færoe,
á Jan Mayen et en Islande (með formála eftir J. B. Char-
cot, ferðalýsing með „Pourquoi-pas?“ 1925).
1929 kom út rit í Neuchátel eftir Edmon Bille: Cap au
Nord (157 bls., með myndum). Höfundur virðist vera
Svisslendingur og kallar Þingvelli un Griitli islandais.
Kaflinn um ísland er á bls. 113—143 og er bæði leiðinleg-
ur og ómerkilegur. Talar hann um framfarir þær, er sé
bifreiðunum að þakka, en verst sé, að í þessu landi kunni
enginn neitt mál nema íslenzku!
1931 kom út ferðabók eftir Émile Condroyer: L’Ermite