Studia Islandica - 01.06.1941, Side 55
53
de l’Atlantique, og er bókin tileinkuð ungfrú Thoru Frið-
riksson og Birni Björnssyni, formanni franska félagsins
í Reykjavík. Bók þessi er skemmtilegt rabb blaðamanns
um nútímalíf á íslandi og ræðir um verzlun og viðskipti
(viðtal við Msr. Colossal = Hjalta Jónsson), um listir (um
Einar Jónsson myndhöggvara, um Jón Stefánsson, er hafi
lært af frönsku meisturunum Poussin, Courbet o. fl., um
Kjarval). Hann ræðir um framfarir á Islandi (byrjandi
flugferðir), stjórnmál og lýðveldi framtíðarinnar (viðtal
við Sig. Eggerz), um andlegt líf Islendinga, trúmál o. fl.1)
1932 kom út í Algier rit eftir René Clergeau: L’Indé-
pendence de l’Islande ou histoire de la nation islandaise
des origines aux debuts du XXe siécle (Extrait du bulletin
de la Société de Géographie d’Alger et de l’Afrique du
Nord), 43 bls. Rekur höf. sögu íslands í 5 köflum og gerir
sér einkum far um að sýna stjórnarfarslega stöðu íslands
á ýmsum tímum. Höf. segir, að íslenzk tunga sé hreinust,
auðugust og mýkst tunga í veröldinni! („La plus pure, la
plus riche et la plus souple du monde“)- Þessi ritgerð er
mjög gölluð og villandi. Meðal heimildarrita nefnir hann
Eiríkssögu rauða eftir Ara, chansons de geste des peuples
scandinaves eftir Jónas Hallgrímsson og les coutumes is-
landaises eftir Jón Sigurðsson!!
Sama ár kom út í París C. Farrére: L’Atlantique en
rond.
1933 kom út í París rit eftir Jean-Louis Faure: Au
Groenland avec Charcot. Segir í riti þessu m. a. frá dvöl
á Akureyri og í Reykjavík. Lýkur höf. miklu lofsorði á
spítalana í Reykjavík og segir, að Landsspítalinn sé eins
fullkominn að öllum útbúnaði og bezt gerist í öðrum
menningarlöndum. Rómar hann mjög íslenzka lækna, er
hann hefir kynnzt, og nefnir ýmsa þeirra.
1931* kom út í París rit eftir konu, H. Willette: Au pays
1) Þessi höf. hefir einnig ritað: Dans les houles d’Islande (í Nou-
velle Revue critique).