Studia Islandica - 01.06.1941, Page 61
59
hefir út í París.1) Höfundur Salvarar, Labonne, sem
dvaldist nær 2 ár á Islandi og hefir ritað ýmislegt um
rannsóknir sínar, segir, að Salvör sé fyrsta skáldsagan á
frönsku, er gerist á íslandi. Hann lætur söguna gerast
1722 og segir í formála, að stórblaði einu, er hann bauð
fyrst söguna, hafi ofboðið, hve ýmsar persónur sögunnar
vitnuðu oft í biblíuna. Hann bætir við: „Hvað segir þú,
Voltaire, um þetta? Þú, sem endurtekur á hverri síðu í
ritum þínum, að menn eigi að vera umburðarlyndir og
fyrirgefa hver öðrum trú sína“. Aðalviðburðurinn gerist
í Ódáðahrauni. Ung og fögur stúlka, ljóshærð og bláeyg,
er numin á brott á grasafjalli af útilegumönnum og flutt
til heimkynna þeirra. Sá, er nam hana brott, var ungur
prestssonur, en faðir hans, er bjó á Krossi í Landeyjum,
var dæmdur á Alþingi til útlegðar og gefið að sök að hafa
myrt til fjár Englending nokkurn, Sir Burn, er var þar á
brúðkaupsferð. Fóru þeir saman að fiska, prestur og Sir
Burn, en Englendngurinn kom ekki aftur úr þeirri för.
Eftir dóminn á Alþingi ákvað prestur að fara utan, en
sneri aftur eins og Gunnar, er hann leit fegurð landsins,
og gerðist þá útilegumaður ásamt konu sinni og syni, og
komust þau alla leið til Ódáðahrauns. Þar var heilt þorp
útilegumanna, bæði óbótamanna og saklausra, jarðhiti
notaður og kirkja síðan reist, er prestur kom þangað. Er
lýst ítarlega brottnámi Salvarar og brúðkaupi hennar og
prestssonar og margskonar frásagnir ofnar inn í sögu
þessa. Endar hún á því, að Bjarni, bróðir Salvarar, er
verið hafði með henni á grasaf jallinu, villtist inn í óbyggð-
ir, er hann var í fjárleit, og verður þar fagnaðarfundur.
Litlu síðar vitnast, að tyrkneskir ræningjar höfðu haft
Sir Burn á brott með sér, og geta þá prestshjónin og sonur
þeirra snúið aftur til mannabyggða. Sagan er skemmti-
leg og rituð af hlýleik og skilningi á högum þjóðarinnar.
1) Þessa rits er getið í bókaskrá 0. Klose í Kiel 1931 (Islands-
katalog).