Studia Islandica - 01.06.1941, Side 62
60
í brúðkaupinu er borið á borð egg og soðið ket og kjamm-
ar, síðan kaffi, madeira og portvín og danskt brennivín,
og fólki er skemmt með því að lesa upp úr íslendingasög-
um frásagnir um sjóræningja og hetjur, er hafi farið til
annarra landa, jafnvel til kóngsins í Frakklandi og París-
ar, en á meðan gengur tóbakspontan á milli, og sumir
reykja Havanavindla. Rómantiskur blær hvílir yfir allri
frásögninni. Hann lýsir yndisleik Salvarar og ástartilfinn-
ingum prestssonar, er hann biður hennar, náttúrulífi ís-
lands og veðurbreytingum, og velsæmistilfinning hans er
svo rík, að þegar hann er að lýsa fannkyngi og skíðaferð-
um, segir hann, að einasta hættan á að fara niður snjó-
brekku sé, að slitna kunni það, sem Englendingar kalla
„inexprimable". Sögunni fylgja þrjár sonnettur til Islands,
og kveður hann þar um auðnir íslands. Hefir höf. notað
þjóðsöguna um Salvör og Bjarna, sem birt er í Þjóðsög-
um Jóns Árnasonar, sem uppistöðu í skáldsögu sinni, en
vikið henni að ýmsu leyti við til þess að tengja hana við
frásögn sína um Englendinginn á brúðkaupsferð.
Þá má enn nefna Páques d’Islande eftir Anatole Le
Braz, er kom út í París fyrir allmörgum árum (í ritsafn-
inu Collection Nelson, ártalslaus útgáfa), er að ýmsu leyti
líkist Pécheur d’Islande eftir Pierre Loti. Þessi bók Páques
d’Islande lýsir páskahátíð, er haldin er um borð í frönsku
fiskiskipi úti á Faxaflóa. Ungur sjómaður, 25 ára gamall,
fær ákafa blóðspýju og deyr, en biður þess, að honum
verði ekki varpað í hafið, eins og siður er um þá, sem
deyja á sjó úti, heldur verði hann jarðaður í Reykjavík.
Er farið að ósk hans og krossmark sett á gröf hans með
nafni og aldri. Síðan víkur sögunni heim til Bretagne, og
er lýst þar ættingjum hins látna sjómanns og siðum og
venjum fólksins.1)
1) I sambandi við frönsku fiskiskipin, sem stunduðu fiskveiðar
við Island, má geta þess, að þá starfaði öflugt velgerðarfélag í
Frakklandi „La Societé des Æuvres de Mer“, stofnað 1894, sem átti
nokkuð af frönskum spitölum hér á landi og einnig spítalaskipin,