Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 73
71
Voltaire, en Timonsnafnið er eftir þeim aþenska Timon,
er sagður var mannhatari og Lúkian yrkir um. Timon er
í kvæðinu fulltrúi þeirra, „sem hafa agnúa á mannlegu
samkvæmi eða manna fullkomnun við menntanir“.
Fyrsti árgangur Skírnis kemur út 1827 í Kaupmanna-
höfn, og var prentað framan á kápuna:
Rístu nú, Skírnir!
og Skekkils blakki
hleyptu til Fróns með fréttir:
af mönnum og menntum
segðu mætum höldum
og bið þá að virða vel.
Þetta tímarit var helzti boðberi til Islendinga um erlend-
ar fréttir. Hélzt þetta allt fram yfir aldamótin 1900. Þá
fer blöðum og tímaritum að f jölga á Islandi smám saman,
og gat því Skírnir snúið sér að öðrum viðfangsefnum. En
í þessum yfirlitsgreinum Skírnis getur að líta viðhorf Is-
lendinga til atburða og hugsjóna í öðrum löndum. En auk
þessa birtust í Skírni um langt skeið bókaskrár um helztu
rit nágrannalandanna í ýmsum fræðigreinum, fyrst skrár
um íslenzkar bækur, danskar, norskar og sænskar, nýút-
komnar í ýmsum fræðigreinum, síðan voru birtar skrár
um erlend rit um íslenzk efni, þar á meðal frönsk, og loks
skrár um ýmsar erlendar bækur í margskonar fræðigrein-
um, eins og náttúrufræði, sagnfræði, stærðfræði, bók-
menntasögu, guðfræði, læknisfræði o. s. frv., og er þar
getið margra nýútkominna franskra bóka. Bókaskráin
1895 fjallar aðallega um rit íslenzkra manna á öðrum
málum og rit eftir útlenda menn, sem snerta Island; skrá-
in 1894 og 1895 (samin af Ólafi Davíðssyni) er t. d. 81
bls., og má af þessu sjá, hvílíkt far íslendingar hafa gert
sér að kynnast útlendri menningu.
Bjami Thorarensen skáld nam frönsku, er hann kom
ungur stúdent til Kaupmannahafnar, og þegar Gaimard
og félagar hans heimsóttu Bjarna á Möðruvöllum, talaði