Studia Islandica - 01.06.1941, Side 74
72
hann frönsku.1) Sagt er, að Bjarni hafi á Hafnarárum
sínum lesið La Henriade (Hetjukvæði Voltaire’s um Hin-
rik frá Navarra): ..lærði hann jafnóðum heilar blaðsíður
í þessari drápu óviljandi eftir lesturinn. Einhvern landa
hans, sem tók eftir þessu, furðaði, að hann gat lesið upp
úr sér heila blaðsíðu utanbókar, sem hann í flýti hafði
lesið á bókina, en hann svaraði ekki öðru en því, að hann
gæti ekki annað en munað það, sem sér þætti svo fallegt,
og hefði ei ætlað sér að læra utanbókar þau vers, er hann
þá hafði fram mælt“.2) Hann var og mikill aðdáandi
Napoleons.
Jónas Hallgrímsson sendi Konráði Gíslasyni og fleiri
kunningjum gamanbréf frá Sórey í marz 1844, sem mjög
er þekkt, um drottninguna á Englandi, er fór í heimsókn
til Frakklands, en drottningin þar og maður hennar, sem
er nefndur síra Filippus í bréfinu, tóku á móti henni.
Marmier er látinn segja þeim, að drottningarskipið sé á
leiðinni, og kallar þá síra Filippus eða kóngurinn á Guizot
ráðgjafa sinn, en hann lá sunnan undir vegg og var að
lesa 7 ára gamlan Skírni, sem var nýkominn. Völlurinn
heim að bænum var spegilsléttur, og komust hirðmeyjarn-
ar ekki áfram, fyrr en búið var að bera ösku á hann. Eng-
landsdrottning, sem við er átt, er Viktoría, en Frakka-
konungur var Louis Philip og drottning hans Marie Amé-
lie, en Guizot var aðalráðgjafi hans, og var hann heiðurs-
félagi Reykjavíkurdeildar Bókmenntafélagsins. Bréf þetta
er með svipuðum rómantiskum blæ eins og Heljarslóðar-
orusta Gröndals og erlend samtíma rit, er mest bar á
rómantisku stefnunni.3)
Grímur Thomsen skáld varð gagnkunnugur frönskum
1) Sbr. útgáfu Fræðafélagsins á ljóðmælum Bjarna. Khöfn 1935,
I, XLIV (ævisögu eftir Jón Helgason).
2) Sama útg. II, 339.
3) Um bréf þetta sbr. Rit eftir Jónas Hallgrímsson, Reykjavík
1929—1937, II, 163—167 og 392—395, ennfremur ritgerð eftir Stefán
Einarsson í Skírni 1935, 145—156.