Studia Islandica - 01.06.1941, Page 80
78
slíkt yrkisefni, en líklegt er, að hann hafi einhversstaðar
lesið frásögn um líf franskra útflytjenda í Ameríku.
Áður hefir verið getið um för þeirra Guðm. Finnboga-
sonar og Skúla Thoroddsens til Rúðuborgar 1911. Guö-
mundur Guðmundsson skáld orti við þetta tækifæri kvæði:
Island til Frakklands (á þúsund ára hátíð Normandi 1911)
og kemst þar m. a. svo að orði:
— Þar sem ljúft í faðmlög falla
Frakklands sól og norðanblær.
— Frakklands snilld og fremd og gengi
framtíð heilsi björt og ný!
Svanir frjálsir syngi lengi
sólarljóð um Normandí!1)
Guðmundur Guðmundsson hefir þýtt tvö frönsk kvæði á
íslenzku og er annað þeirra „Tunglsljós“ eftir Verlaine:
Máninn hvítur
á skóga skín;
í limi þýtur —
um laufsal streyma
eimar Ijóðhreima . . .
unnustan mín! 2 3)
Hitt er ',,Augun“ eftir Sidly Prudhomme.s) Hann hefir og
þýtt bók Krist. Nyrops, hins danska málfræðings, um
Frakkland á íslenzku.4)
Einar Benediktsson hefir ort 3 kvæði um frönsk við-
fangsefni: „Að Elínarey“ (í Hafblikum, um Napoleon í
útlegðinni á St. Helenu), „Svartiskóli“ (í Hrönnum) og
„Signubakkar“ (í Hrönnum). Skáldið telur, að fall Napo-
leons mikla hafi orsakazt af því, að hann hafi ekki í of-
drambi sínu haft vit á að notfæra sér hina merkustu upp-
1) Ljóðasafn II (1934), bls. 137—138.
2) Erlend ljóð. Nokkrar þýðingar eftir Guðm. Guðmundsson.
Rvík 1924, bls. 21.
3) Sama útg., bls. 20.
4) Kristoffer Nyrop: Frakkland. Þýtt hefir Guðm. Guðmunds-
son. Rvík 1917 (90 bls.).