Studia Islandica - 01.06.1941, Qupperneq 82
80
en hér þar sem lýðir með lífi og sál
löndin til valds yfir sjálfum sér herskildi knúðu?
Löngu síðar reyndi Björg C. Þorláksson í löngu kvæði
að lýsa áhrifum Parísarborgar á sig, meðan hún dvaldist
þar við nám,1) og Guðbrandur Jónsson í ritgerðum sínum
í bókinni „Innan um grafir dauðra“ (Rvík 1938). í bók
þessari eru 3 ritgerðir um frönsk efni: París, Hálsmen
drottningarinnar, Lourdes (Lourdes kom út sem sérstök
bók 1938). Eru þessar ritgerðir létt og skemmtilega skrif-
aðar. Sami höfundur hefir reynt að lýsa Frökkum eins og
þeir hafa komið honum fyrir sjónir í bókinni: Þjóðir, sem
ég kynntist. Rvík 1938.
Davíð Þorvaldsson gaf út nokkurar smásögur 1930, er
hann nefndi Kalviðir. Lýsir hann í þeim m. a. hinu ömur-
lega lífi rússneskra flóttamanna, er þyrptust til Parísar
eftir stjórnarbyltinguna í Rússlandi, blómasalanum á torg-
inu fyrir framan Notre Dame kirkjuna, er varð undir
vagni, pólska málaranum, er dó á spítala jólanóttina og
var í hitaórum að hugsa um sléttur Póllands og frægð
ættjarðar sinnar.
Eftir hann birtist og smásaga í Eimreiðinni: Biðin.2)
Gerist saga þessi í Montpellier og er um gamlan fiðlara,
er þráir dóttur sína jólakvöld eitt, en hún lifði í svalli í
Marseille. Hún leitaði þó til átthaganna þetta kvöld, knúð
af ofurvaldi æskuendurminninganna og um leið og hún
gengur inn í stofuna til gamalla foreldra sinna, brotnar
fiðlan. Þunglyndisblær hvílir yfir sögum þessa unga skálds,
er bar dauðann í brjósti sér og lézt á unga aldri. Mun
eitthvað hafa birzt eftir hann á frönsku.
Þá hefir og Axel Thorsteinson, er barðist með Banda-
mönnum á vesturvígstöðvunum í síðustu heimsstyrjöld,
ritað ýmsar smásögur, er lýsa lífi hermannanna og bar-
■ áttu þeirra,3) ________________________
1) Kveðja til Parísar. Ljóðmæli 1934, bls. 5—10.
2) Davíð Þorvaldsson: Biðin. Eimreiðin 1930, 401—407.
3) Axel Thorsteinson: í leikslok. Rvík 1928 og 1935 (I og II).