Studia Islandica - 01.06.1941, Page 83
81
Einkennilegur rithöfundur er Páll Þorkelsson, er var
mjög vel að sér í frönsku og unni frönskum bókmenntum
og franskri tungu af alhug. Samdi hann bæði kennslubók
og fékkst við orðabókagerð.1) Samdi m. a. fuglaheitaorða-
bók og gaf út kvæðabók (Kvæði 1927). Sum kvæða þeirra,
er hann orti, þýddi hann á ýmis mál, m. a. frönsku, í þess-
ari ljóðabók.
Matthías Jochumsson hefir þýtt þjóðsöng Frakka á ís-
lenzku, La Marseillaise (Ljóðmæli 1936, bls. 948) eftir
Rouget de Lisle. Fyrsta erindið er þannig:
Fram til orustu, ættjarðarniðjar,
upp á vígbjartri herfrægðarstund;
mót oss helkaldra harðstjórnarviðja
hefjast gunnfánar dregnir of grund;
heyrið vígdunur hrægrimmra fjanda;
húsfeður yðar og niðja þeir
að brytja niður bitrum geir
búast óðir milli’ yðar handa;
því, landar, fylkið fljótt
og fjandmenn höggvum skjótt;
á storð, á storð, sem steypiflóð
skal streyma níðingsblóð.
Hann hefir og þýtt kvæðið „Á leiði mitt“ eftir Alfred de
Musset:
A leiði mitt, þá liðinn er,
einn léttan grótvið plantið þér,
hans Ijúfu tárin líkna mér
1) Páll Þorkelsson: Samtalsbók íslenzk-frönsk handa íslending-
um og útlendum f«rðamönnum með framburði á báðum málunum
(Guide islandais-francais á l’usage des Islandais et des voyageurs
étrangers, avee la prononciation figurée pour les deux langues).
1893 (2. útg. 1913).
----: Beygingarreglur í íslenzku með frönskum skýringum (Sys-
téme grammatical pour tous les mots islandais avec des explanations
francaises). 1894 (2. útg.).
■——: Dictionnaire islandais-francais. 1888 (a-alblindur).
(Sami höfundur hefir og birt: íslenzk fuglaheitaorðabók með
frönskum, enskum, þýzkum, latneskum og dönskum þýðingum m. m.
Beykjavík 1916. 128 bls.)