Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 84
82
og litarfölvinn, sem hann ber.
Með skuggaþakið þýða sitt
hann þyngir ekki rúmið mitt.
í kvæðinu „Stríðið og Kölski“, er hann orti 1914, kemst
hann m. a. svo að orði:
-----ég sé i anda þann gamla hundinn,
hann tvístígur þar í tröllahami
á turnunum báðum á Notre-Dame
í Parísarborg
og við ódæmaorg
undirheimspúkarnir lifna,
en kölski hlær, svo kjálkarnir rifna.
Þá hefir Steingrímur Thorsteinsson þýtt Náttúran og
maðurinn eftir Victor Hugo1) og Parísarhergönguljóð,
er ort voru 1830 af Jean Francois Casimir Delavigne (1793
—1843) og er 1. erindið (af 6) í þýðingu hans:
Upp, franska þjóð, með fremdargeðið,
enn frelsisfaðmur opnast þér.
„Þér eruð þrælar“, oss var kveðið.
„Vér erum hermenn", sögðum vér.
Enn grípur París, glæst af minnum,
sinn gamla týr með frelsissinnum.
Áfram út í stríð,
elds og kúlna hríð,
gegnum glóð og reyk
og geystan hildarleik
og sigursveig oss vinnum.2)
Þá hefir Jakob J. Smári þýtt eitt af fallegustu smákvæð-
um Verlaine’s „Næturljóð“:
Tunglsljósið hvítt
í skógi skín.
Hljómar þýtt
um laufsins lín
á hverri grein:
Ó, ástin mín ein! (3. erindi.)3)
1) Ljóðaþýðingar II. Rvík 1926, bls. 24—27.
2) Ljóðaþýðingar I. Rvík 1924, bls. 55—56.
3) Eimreiðin 1926, bls. 352.