Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 89
87
Frönsk tónlist hefir margsinnis verið flutt á íslandi,
bæði í útvarpi og á tónlistarkvöldum. Ýmsir franskir tón-
snillingar eru uppáhald íslenzku þjóðarinnar.
Þá hefir og frönsk leikritagerð orðið kunn á Islandi.
Ekki færri en 84 frönsk leikrit hafa verið sýnd á íslandi
síðan 1873 og flest þeirra á síðustu árum. Leikfélag
Reykjavíkur hefir sýnt flest þeirra, en sum hafa verið
leikin af templurum eða skólapiltum eða í Alliance fran-
?aise (2 þættir úr „Knock“ eftir Jules Romains, 1939) og
leiksýningarnar hafa einnig farið fram í útvarpi og í kaup-
stöðum landsins eins og Akureyri, Isafirði, Siglufirði,
Sauðárkróki, Vestmannaeyjum og víðar. Meðal leikrita
þeirra, er oftast hafa verið leikin, eru „Frú X.“ eftir Alex-
andre Bisson (1921—22), „Hinrik og Pernilla“ eftir J. B.
Dubois (1903), „Kamelíufrúin“ eftir Alexandre Dumas
yngri (1906—7), „Ævintýrið“ eftir C. de Fleur og Et. Rey
(1923—24), „Frk. Nitouche“ eftir Florimond Hervé (1940
—41), „Ástin“ eftir Paul Geraldy (1936—37 í útvarpi),
„Hrekkjabrögð Scapins“ (fyrst leikin 1873 af stúdentum
í Glasgow) og „ímyndunarveikin“ (fyrst leikin 1886) eftir
MoliéreJ)
V. ÍSLENZK (NORRÆN) TÖKUORÐ í FRÖNSKU.
Við því er ekki að búast, að Frakkar hafi tekið upp
mörg orð úr íslenzku. Auk orðanna „geysir“ og édredon
„æðardúnn“, sem algeng eru í frönsku, koma fyrir nokk-
ur fræðiorð eins og rune (rún), saga, edda, scalde (skáld)
og viking, auk orðsins wálkyrie (valkyrja), sem mun þó
hafa borizt inn í frönsku úr þýzku orðmyndinni walkiire,
vegna hins fræga söngleiks Richard Wagners. Áðurnefnd
1) Sjá skrá um frönsk leikrit á íslandi, er Lárus Sigurbjörnsson
rithöfundur hefir samið, bls. 139. Um Moliére er ritað í Óðni XXI,
84, í Almanaki Ól. Thorgeirssonar 1923, 46 og í Leikhúsmálum 1942
(eftir Harald Björnsson).