Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 91
89
norður að sjó og austur að Picardie og Isle de France.1)
í alkunnu frönsku sagnfræðiriti er sagt um Normanna
m. a.: „— á sama tíma voru þorpin endurbyggð. Mörg
þeirra fengu germönsk nöfn: Torp-en-Caux, Torp-en-Lieu-
win (torp = þorp), Hollgate (gata), Barfleur, Harfleur,
Houfleur (fleur komið af norræna orðinu flóð); Dieppe
af orðinu djúpr; og öll þau orð, sem enda á -beuf, eru af
rótinni búð „dvalarstaður“: Quillþeuf, Elbeuf, Criquebeuf,
Daubeuf o. s. frv.“2) Sjálft héraðið fékk nafn af hinum
nýju hernemum, nafnið Normandie. Foringjar þeirra eru
nefndir í skjölum Frakkakonunga „Comites Normanno-
rum“; sjálfir nefna þeir sig „duces et marchiones Nor-
mannorum“. Um tungu Normanna og leifar hennar í
frönsku hefir margt verið ritað frá því að rit Édouard Le
Héricher’s kom út í Avranches 1861: Normandie scandi-
nave ou glossaire des éléments Scandinaves du patois Nor-
mand.3)
Auk áðurnefndra staðanafna af germönskum uppruna
eru t. d. orð eins og Le Hom, Le Houlme (hólmr), La
Londe, Les Londes (lundr) og mannanöfn eins og Tostain,
Toutain (Þorsteinn), Anquetil (Ásketill) og Burnouf
(BjQrnulfr).
Mörg þeirra orða af norrænum uppruna, er komust inn
í frönsku, eru úr sjómannamáli:
abet: „fiskibeita“ (einnig abait, á 17. öld) af sögninni
abéter „beita, ginna“, sbr. ffrö. beter, „elta birni, villi-
1) Ernest Lcivisse: Histoire de Franee II, 1, bls. 402 (Le comté
de Normandie).
2) Sbr. Littré: Études et glanures. París 1880, bls. 116. Enn-
fremur Charles Joret: Des caractéres et de l’extension du patois
Normand. París 1883.
3) Skemmtilegur fyrirlestur um þetta efni er eftir danska málfræð-
inginn Kr. Nyrop, er hann flutti í Belgíu 1925: Discours de récep-
tion, prentaður í „Bulletin de l’Académie de Langue et de Littéra-
ture fran^aises en Belgique". Séance publique du 4. Avril 1925 og í
riti Nyrops: Talt og skrevet. Köbenhavn 1931, bls. 61—89.