Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 94
92
girouette, „vindhani, veðurviti“ (16. öld) í stað guirouette
(vegna sagnarinnar girer „að snúast“), en í normönnsku
er til á 12. öld wirewite =' veðurviti (seinni hlutinn í
girouette hefir því einnig ummyndazt, vegna rouette
„lítið hjól“).
guilledou í courir le----„flækjast um á nóttunni“ (16.
og 17. öld), sbr. á ffrö. courir le garou (varúlfr): kveld-
úlfr (skv. skýringu Bugges í Romania (Recueil trimes-
triel) 3, 151).
haras „stóð“ (hrossa), á 12. öld haraz, úr haros: hross,
sbr. á normönnsku harousse, harasse, harin, harique
„bikkja, jálkur“.
harnacher „leggja aktygi á“ (á 12. og 13. öld harneschier),
dregið af harnais „herklæði, reiðtygi“, ffrö. herneis:
her-nest (sbr. t. d. veg-nest, far-nest).
hourailler (18. öld) „veiða með lélegum hundum“, upp-
runal. skammaryrði, sbr. houret „lélegur veiðihundur“,
í ffrö. hourier, dregið af houre: hóra.
hucher (normannska): húka,
joli „snotur“ (12. öld), ffrö. jolif, jolive (kvenk.), dregið
af jól (jólagleði), með endingunni -ivus.
mercier, merquier, ffrö., og merc „merki“, sbr. ennþá í
normönnsku merc = marque (sbr. marquer, sem er úr
ítölsku marco „merki“ og marcare).
nantir (13. öld) „veðsetja“, úr ffrö. nam, nant „veð“:
nám (það, sem tekið er).
rebiffer „fitja upp á nefið“: bifa „titra“, sbr. lágþ. báven,
þýzku beben; rebiffer du nez, eig. „fitja upp á nefið“
(um hesta, er ókyrrast); bifa merkir „skjálfa, titra“ í
Maríusögu og bifast „titra“ í Skírnismálum og víðar.
recluter á ffrö. „bæta, gera við“, dregið af clut „stykki,
bót“: klútr.
regret „leiðindi“ (12. öld) og regretter (11. öld), eig.
„gráta e-n dáinn“, í ffrö. einnig regrater: gráta „kveina
hátt“.
rogue „drambsamur“ (13. öld), sbr. hroki.