Studia Islandica - 01.06.1941, Qupperneq 95
93
tengre (á ffrö.) „efsti hluti hnífblaðs“: tangi.
tille í merkingunni „hamaröxi“, af sögninni tiller „kljúfa",
sbr. ffrö. tille, normönnsku tillette „svínakjötssneið“:
telgja, í nýfrö. tiller „berja hamp“.
Nokkur fleiri orð munu finnast í frönsku, sem komin
eru úr norrænu. í miðaldaritum, er samin eru í Normandí,
koma fyrir orð eins og brant = brandr, drenc = drengr,
tialz „tjald á skipi“ = tjald, esnéque „seglskip“ = snekkja,
og í normönnsku eru ýmis norræn orð eins og tangue =
tangr, gnaguer „bíta“ = gnaga, hogue „hæð“ = haugr og
tierre = tjóðr (band).1)
VI. FRÖNSK TÖKUORÐ í ÍSLENZKU.
I íslenzku eru til allmörg tökuorð úr frönsku (nál. 200).
Fæst af þeim hafa komizt inn í málið í umgengni við
Frakka. Hefði þó mátt vænta, að við náin kynni milli
franskra sjómanna og íslendinga hefði margs konar orð
slæðzt inn í íslenzku. Á seinni hluta 19. aldar er talið, að
3—4000 franskir sjómenn hafi stundað veiðar við strend-
ur íslands og voru þeir tíðir gestir á sumum höfnum, eins
og Fáskrúðsfirði, Norðfirði, Vestmannaeyjum og Patreks-
firði, auk Reykjavíkur. Á Fáskrúðsfirði var alls konar
orðaslangur úr frönsku notað, en flest af þessu er horfið
aftur, síðan frönsku duggurnar hættu að koma til lands-
ins. Á Fáskrúðsfirði mun hafa tíðkazt að segja stundum
nei pæ — o nei, er menn vildu neita einhverju afdráttar-
laust (úr frönsku ne pas). Sum orð hafa komizt inn í ís-
lenzku úr dönsku, sem eru frönsk að uppruna, eins og t. d.
að vera í essinu sínu, á dönsku „at være i sit Es“ og á
frönsku „etre á son aise“. En langflest orð úr frönsku
1) Þessi síðasttöldu orð nefnir Kr. Nyrop í fyrirlestri þeim, er
áður er minnzt á.