Studia Islandica - 01.06.1941, Qupperneq 110
108
Bókfræði.
*kver, hvk. „örk í bók, lítil bók, lærdómskver barna“:
ffrö. quoyer, cayer, fr. cahier, miðe. qvaier; upprunal,
úr quaternum „fjögurra blaða örk“.
*letr: ffrö. letre, miðe. lettre (úr lat. littera).
*rím, hvk. „rím, kvæði“: dö. rim, mlþ. rim, ffrö. og miðe.
rime, úr lat. rhythmus (ríma, kvk. er ísl. nýmyndun),
*rolla. (*rulla) „bókfellsvafningur“, dö. rolle, mhþ. rolle:
ffrö. rolle, roule, raoule, fr. röle (miðaldalat. rotulus
„lítið hjól, pappírsvafningur“).
*sifra, kvk. „núll“: ffrö. cifre (fr. chifre) „tala“, úr arab,
sifr „tómur, núll“.
Hugtaksorð.
Hafa nú verið talin allmörg orð, er komin eru úr
frönsku, ýmist beina leið, eða, sem venjulegast er, úr ná-
lægum málum, einkum lágþýzku, miðensku eða dönsku,
en eru upprunnin úr frönsku. Skulu nú talin nokkur hug-
taksorð, er komin eru úr frönsku og venjulegast sömu
leið og þau, er áður voru talin. Þessi orð lýsa einkum hátt-
prýði og venjum, enda flest komin úr skáldritum þeim, er
áður hafa verið nefnd, og lýsa lífi franskra riddara og
hirðsiðum.
Háttprýði og venjur.
*fermur, dö. ferm, lágþ. og holl. ferm: úr fr. ferme, úr lat.
firmus „stöðugur, fastur“.
*fínn, dö. fin, mlþ. vln: úr fr. fin, miðaldalat. finus „full-
kominn“, sbr. lat. finire „ljúka við“.
*frakkur „hugrakkur“, dö. og þý. frank: úr fr. franc, mið-
aldalat. francus, eig. „frakkneskur“.
grameiz, hvk. „þakklæti“: mhþ. gramerzi, fr. grand merci.
*manér, hvk. „háttalag“, mlþ. manér (mhþ. maniere): úr
fr. maniére.