Milli mála - 2020, Page 7
Milli mála 12/2020 7
Frá ritstjórum
Milli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu er gefið út í tólfta sinn hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum. Tímaritið kemur út einu sinni á ári í opnum vefað-
gangi (millimala.hi.is) og þar birtast ritrýndar fræðigreinar á sviði
erlendra tungumála, bókmennta, málvísinda, málakennslu og þýð-
ingafræði. Í Milli mála hefur einnig skapast hefð fyrir birtingu bók-
menntaþýðinga, einkum smásagna og styttri ritverka.
Að þessu sinni eru sjö ritrýndar greinar í heftinu og er efni þeirra
á sviði bókmennta, málvísinda, kennslufræði erlendra tungumála,
þýðinga og ritunar.
Í grein sinni „Ævintýraeyjurnar Japan og Ísland: Um Japansdvöl
Nonna, 1937–1938“ fjallar Kristín Ingvarsdóttir um för hins háaldr-
aða, kaþólska prests Jóns Sveinssonar til Japans og þá virðingu sem
honum var sýnd þar, og gerir einnig grein fyrir áhrifum hans í
japanskri menningu. Lítið hefur áður verið fjallað um þær viðtökur
sem Jón hlaut í Japan en Kristín byggir umfjöllun sína einkum á
japönskum frumheimildum og setur dvöl Jóns í Japan í samhengi
við það erfiða ástand sem var uppi í japönsku þjóðfélagi á milli-
stríðsárunum.
Erla Erlendsdóttir fjallar í grein sinni „Vanadio, itrio, ángstrom
… en torno a Términos cientificos de origen nórdico en español“ um
norrænan orðaforða sem barst inn í spænsku fyrr á öldum og af hvaða
rótum hann er runninn. Orð af norrænum rótum í spænsku eru af
ýmsu tagi en í greininni er einkum fjallað um vísindalegan orða-
forða, sem var tekinn upp í spænsku frá lokum 18. aldar og fram á
20. öld, oft í gegnum þriðja mál, einkum frönsku en einnig þýsku.
Þessi orð má m.a. rekja til örnefna, eiginnafna og jafnvel til goða-
fræðinnar en engar rannsóknir hafa áður verið gerðar á þessum
orðum.
Í greininni „Mémorire et temps du passé“ fjallar François Frans
Heenen um samband minninga og málfræðilegrar þátíðar í frönsku.
Hér er á ferðinni róttæk tilraun til þess að greina tíðakerfi franskra