Milli mála - 2020, Blaðsíða 20
20 Milli mála 12/2020
ÆVINTÝRAEYJURNAR JAPAN OG ÍSLAND: UM JAPANSDVÖL NONNA, 1937–1938
10.33112/millimala.12.1
skilyrðum. Grein 20 um trúfrelsi er svohljóðandi: „Japanskir
þegnar skulu njóta trúfrelsis innan þeirra marka sem lög og reglur
leyfa og svo lengi sem það stangast ekki á við skyldur þeirra sem
þegna.“14 Þetta nýja ákvæði tryggði ákveðin grunnréttindi en með
nýjum áherslum breyttist jafnvægið sem ríkt hafði milli helstu
trúarbragða í landinu: búddisma, shintóisma og kristni.15
Staða kristninnar í Japan hafði lengi verið flókin og kristnir menn
höfðu víða mætt ofsóknum, en með Meiji-endurreisninni var kristni
leyfð á ný í Japan eftir rúmlega tveggja alda bann. Kristnir menn
voru fáir í Japan en kristnin festi sig engu að síður í sessi sem eitt af
þremur megin trúfélögunum. Það var ekki fjöldi kristinna manna í
Japan sem gaf kristninni þessa stöðu heldur má leiða líkur að því að
kristnin í Japan hafi notið góðs af styrkleika kristninnar á heims-
vísu.16 Shintóismi er aldagömul þjóðtrú upprunnin í Japan en búdd-
isminn barst til Japans frá meginlandi Asíu á 6. öld. Í fleiri aldir
höfðu Japanir iðkað bæði shintóisma og búddisma en með Meiji-
endurreisninni voru gerð skil á milli japanskra og „innfluttra“ hefða
og veikti það töluvert stöðu búddisma í landinu. Búddismi hafði
verið í hávegum hafður í gamla sjógun-veldinu en átti ekki eins upp
á pallborðið í hinu nýja Japan.17 Frá 1868 og til loka seinni heims-
styrjaldar var shintóismi aftur á móti kostaður af ríkinu og er á þessu
tímabili jafnan kallað ríkis-shintó (e. state shinto).18 Shintó var kynnt
sem frum-japönsk hefð, sem hafði verið með Japönum frá örófi alda
og áhersla var lögð á tengslin milli shintóisma og japönsku keisara-
fjölskyldunnar. Framan af var lögð mikil áhersla á að shintóisminn
væri ekki trúarbrögð og ætti því erindi til allra Japana óháð trú en
árið 1940 varð algjör stefnubreyting og shintó fékk enn mikilvægara
hlutverk sem ríkistrú. Hér verður ekki farið í saumana á trúarbrögð-
unum sjálfum, eða hvort shintóismi sé í eðli sínu trúarbrögð yfir-
höfuð, heldur er áherslan lögð á stöðu stóru trúsamfélaganna í jap-
14 de Bary, William, Gluck og Tiedemann, Sources of Japanese Tradition, bls. 78. Þýðing greinarhöf-
undar.
15 Lítið hefur verið skrifað um shintóisma á íslensku og því ekki skýr málhefð til staðar. Í greininni
er talað um shintóisma frekar en shintótrú. Ekki er heldur skýr málhefð varðandi japönsku helgi-
dómana en almennt talað um búddahof (e. temple) og shintóhelgidóm (e. shrine).
16 Marius B. Jansen fjallar t.d. um hve mikill þrýstingur var frá erlendum ríkjum að leyfa kristni í
Japan og bæta stöðu kristinna í The Making of Modern Japan, bls. 463.
17 Hardacre, Helen, Shintō and the State, 1868–1988, bls. 5.
18 Sama heimild, bls. 4.