Milli mála - 2020, Page 28
28 Milli mála 12/2020
ÆVINTÝRAEYJURNAR JAPAN OG ÍSLAND: UM JAPANSDVÖL NONNA, 1937–1938
10.33112/millimala.12.1
hann á mikilvægum samkomum og var honum til halds og trausts í
gegnum annasama fyrirlestrar- og samkvæmisdagskrá. Ætla má að
Heuvers hafi búið yfir umfangsmiklu tengslaneti sem gagnaðist við
að koma Jóni á framfæri en eins og áður hefur komið fram hafði há-
skólinn frá upphafi kennt þýskar bókmenntir og var einnig meðal
fárra háskóla í Japan sem bauð upp á sérhæft og faglegt nám í blaða-
mennsku.43 Háskólinn rak einnig dagheimili og menntaskóla, og
ljóst er að háskólinn var vel tengdur öðrum kaþólskum skólum, sem
og almennum barnaskólum. Síðast en ekki síst ber að nefna Japanann
Fukuo Kishibe en í Nonni í Japan er hann kynntur sem „japanskur
H. C. Andersen“, „frægur maður“ sem talinn er „mesta ævintýra-
skáld, sem nú er uppi í Japan“.44 Mikill vinskapur tókst með Jóni og
Kishibe þótt þeir virðist ekki hafa talað saman nema í gegnum túlk,
og Jóni verður mjög tíðrætt um Kishibe í ferðabókinni. Er það ekki
að undra þar sem sá síðarnefndi vann ötullega að því að koma Jóni á
framfæri, ekki aðeins í prentmiðlum eins og fjallað verður um;
heldur einnig í m.a. útvarpsþættinum sem áður var getið og stærstu
barnasamkomunum sem Jón tók þátt í meðan á Japansdvölinni stóð.
Töluvert er til af japönskum heimildum sem styðja þessar lýsingar á
Kishibe. Í fjölmiðlum er hann jafnan kynntur til sögunnar sem einn
fremsti sagnameistari landsins; hann var kosinn í borgarstjórn fyrir
sinn borgarhluta í Tókýó (Kanda) sem óháður frambjóðandi til að
vinna að málefnum barna; hann átti sæti í fjölda nefnda og ráða um
uppeldis-, velferðar-, lista- og menningarmál; og var auk þess stjórn-
andi dagheimilis og menntaskóla í borginni.45 Að auki kemur fram
að Kishibe var í miklum metum hjá keisarafjölskyldunni og skemmti
m.a. dætrum keisarahjónanna og náskyldum prinsum og prinsessum
í afmælum og við önnur tilefni.46 Í blaðagrein um Kishibe frá 1933,
sem skrifuð var í tilefni af 61 árs afmæli hans, segir: „Kishibe San er
í dag þekktur af milljónum barna í Japan og jafnvel enn fleiri full-
orðnum sem fremsti ævintýra-sögumaður þjóðarinnar.“47 Óhætt er að
43 Geppert, Theodor, The Early Years of Sophia University, bls. 77.
44 Jón Sveinsson, Nonni í Japan, bls. 166–176. Í bókinni er japanski skáldbróðirinn iðulega kallaður
aðeins eftirnafninu Kischibe en rétt stafsett og fullt nafn er Fukuo Kishibe (j. 岸邊福雄).
45 Þetta kemur m.a. fram í ýmsum greinum um Kishibe sem birtust í japanska dagblaðinu Japan
Times á fyrri hluta 20. aldar.
46 „Mr. Kishibe’s Birthday“, bls. 8.
47 Sama heimild.