Milli mála - 2020, Page 31
Milli mála 12/2020 31
KRISTÍN INGVARSDÓTTIR
10.33112/millimala.12.1
umfjöllunin birtist í dagblaðinu Japan Advertiser þann 21. mars 1937
við komuna til landsins og var þýðing á greininni birt í heild sinni í
Lesbók Morgunblaðins síðar á árinu.49 Jón er sagður þekktur í Evrópu
sem „H. C. Andersen samtímans“ og „í New York sem Mark Twain“
og bækur hans eru sagðar hafa selst í yfir sex milljónum eintaka á
fjölda tungumála.50 Í greininni er jafnframt farið lauslega yfir ævi-
sögu og rithöfundarferil Jóns, sem og bakgrunn hans sem jesúíta.
Ekki hefði verið hægt að hugsa sér betri kynningu og ljóst er að
greinin hefur verið nýtt einmitt sem slík, en hún er varðveitt í heild
sinni sem A4 dreifibréf í Nonnasafni Landsbókasafns.51 Japan
Advertiser var sjálfstætt enskumælandi dagblað í eigu Bandaríkja-
manns: Upplagið var ekki stórt en blaðið hafði sterka stöðu meðal
alþjóðlega samfélagsins í Japan.52
Allt annað átti við um stórveldið Asahi Shimbun sem birti áhuga-
verða umfjöllun og greinaröð eftir Jón. Hér var um dagblað að ræða
sem seldist í milljónum eintaka daglega um allt land (morgun- og
kvöldútgáfa) og var alfarið gefið út á japönsku. Dagbókarfærsla Jóns53
bendir til þess að Asahi-dagblaðið hafi falast eftir að sitja eitt að
blaðaumfjöllun um Jón og myndi það skýra hvers vegna sjö góðar
greinar um eða eftir Nonna birtust í Asashi Shimbun meðan á dvölinni
stóð, en engin umfjöllun virðist hafa birst hjá t.a.m. keppinautnum
Yomiuri Shimbun.54 Fyrst birtust tvær myndarlegar greinar til að
kynna hinn þekkta höfund, daginn eftir komuna til landsins og svo
viku síðar, en seinni greinin er skrifuð til japanskra barna og birtist
í sérstökum barnadálki. Tæpum mánuði síðar birtast svo greinar þrjá
daga í röð undir titlinum „Nihon no insho“ sem þýða mætti „Sýn
mín á Japan“. Asahi vildi greinilega njóta gests auga hins reynda
49 „Nonni í Japan“, bls. 350.
50 Ekki er vitað með vissu hve mörg eintök seldust af Nonna-bókunum á heimsvísu en Brynhildur
Pétursdóttir, fyrrverandi safnstjóri Nonnahúss, telur tölurnar stórlega ýktar eftir samtöl sín við
aðra sérfræðinga (skv. tölvupósti til greinarhöfundar, sumar 2020).
51 Nonnasafn, Landsbókasafn, „Ýmis gögn, Japan“.
52 Stutt grein um komu Jóns til landsins birtist einnig í dagblaðinu The Japan Times þ. 23. mars
1937. Greinin birtist í fasta dálkinum Art-Music-Letters, en greinin er mun styttri og lágstemmd-
ari en umfjöllun Japan Advertiser. Tilkynningar birtust reglulega í blaðinu til að vekja athygli á
fyrirlestrum Jóns á ensku og lítill kveðjudálkur tilkynnti að lokum um brottför Jóns.
53 Dagbækur II. Bindi, bók 8+9.
54 Greinarhöfundur hefur gert ítarlega leit að greinum um Jón Sveinsson og Nonnabækurnar í raf-
rænum grunnum bæði Asahi Shimbun og Yomiuri Shimbun. Mögulega leynast fleiri greinar þótt það
verði að teljast ólíklegt.