Milli mála - 2020, Page 32
32 Milli mála 12/2020
ÆVINTÝRAEYJURNAR JAPAN OG ÍSLAND: UM JAPANSDVÖL NONNA, 1937–1938
10.33112/millimala.12.1
heimshornaflakkara og það fórst Jóni vel úr hendi. Greinarnar eru
fullar af kímni; Jón gerir góðlátlegt grín að sjálfum sér og það má
ímynda sér að foreldrar hafi lesið greinarnar fyrir börn sín. Hann lýsir
því t.d. hvernig hann velti fyrir sér hvers vegna svo margir Japanir
gengju með grímu fyrir vitunum55 og kemur með spaugilegar til-
gátur:
Þegar ég gekk um Tókýó, undraði ég mig á því, að margt fólk var með
grímur fyrir andlitinu. Hvað í veröldinni skyldi vera að. Ég velti því fyrir
mér hvort það hefði verið í nefaðgerð. Þetta flaug mér í hug vegna þess að
fyrsta manneskjan sem ég sá hafði verið frekar illúðleg, hann gæti hafa lent
í slagsmálum og fengið högg í andlitið. Næsta manneskjan sem ég sá var
hins vegar fínn herramaður sem virtist ekki líklegur til að lenda í
áflogum. Ég var ráðvilltur. Og eftir að hafa séð svo marga með grímur, var
ég farinn að halda að þarna gæti verið á ferðinni leynilegt grímufélag. Mér
að óvörum, voru konur hins vegar líka með grímur, og það sem verra var
skrítnar svartar grímur. Ef konur þurftu nauðsynlega að vera með grímur,
hefði mér þótt hæfa betur að þær væru með fallegri grímur með út-
saumuðum árstíðarbundnum blómum, til dæmis rós eða eitthvað í þeim
dúr.56
Tveimur dögum síðar skrifar hann um erfiðleikana við að venjast
japönskum siðum og matarvenjum, og þá sér í lagi baráttu sína við
þunnu japönsku zabuton-motturnar sem Japanir nota þegar þeir sitja
á gólfinu, sem var og er almenn hefð:57
Ég skimaði um herbergið í leit að stólum, en þeir voru ekki þar. Síðan
bauð fólk mér Zabuton og sagði mér að setjast. Í fyrstu kraup ég á mottuna
hikandi. Á meðan vinir mínir studdu mig frá báðum hliðum, reyndi ég að
setjast rólega niður. En hnén á mér létu ekki að vilja mínum. Og ég var
við það að detta. Af þessum sökum staflaði fólkið fjórum Zabuton
mottum hverri ofan á aðra. Síðan settist ég ofan á staflann eins og
55 Grímurnar voru fyrst og fremst notaðar sem sóttvarnargrímur eins og tíðkast í dag en þær hafa
lengi verið útbreiddar í Japan.
56 Jón Sveinsson, „Nippon no inshō (1)“, bls. 7. Þýðing greinarhöfundar.
57 Í Japan tíðkast að sitja á hnjánum eða með krosslagða fætur á einni zabuton-mottu og Japönum
hefur eflaust fundist tilhugsunin skondin um útlendinginn sem reynir að hlaða þeim saman til að
búa sér til sæti.