Milli mála - 2020, Page 37
Milli mála 12/2020 37
KRISTÍN INGVARSDÓTTIR
10.33112/millimala.12.1
menntun og barnauppeldi. Ætla má að vinur Jóns, Fukuo Kishibe,
hafi einnig hér gegnt lykilhlutverki þegar kom að því að kynna Jón
fyrir þekktustu barnabókahöfundum og menntasérfræðingum lands-
ins. Greinar birtust um Jón í m.a. fagtímaritinu Dowa Kenkyu
(Rannsóknir á ævintýrum)66 og hann tók þátt í faglegri umræðu um
barnabókmenntir en Kishibe var þekktur fyrir að þróa og innleiða
kennslufræði sem fól í sér að nýta ekki aðeins ævintýri heldur einn-
ig tónlist og dans í tengslum við menntun barna. Dowa Kenkyu
greinir frá því að haldið hafi verið málþing í menningarhúsi Sophia-
háskólans Jóni til heiðurs þar sem ævintýri og barnabækur voru til
umræðu. Fjörutíu þekktir sérfræðingar á þessu sviði tóku þátt í
viðburðinum og það fylgdi sögunni að gestirnir hafi beðið Jón um
eiginhandaráritun eftir viðburðinn67. Það er óhætt að álykta að
kynni Jóns af fagfólki á sviði bókmennta, mennta og uppeldismála
barna hafi enn frekar aukið áhugann á Jóni sem höfundi.
Á fjórða áratug síðustu aldar kviknaði áhugi japanskra stjórnvalda
á því að nýta aðferðafræði og frásagnartækni ævintýra til að innræta
börnum þjóðernisleg gildi og föðurlandsást. Kishibe var þá einn af
þeim sérfræðingum um menntun barna sem var virkjaður til að nýta
þekkingu sína og reynslu í þágu japanska keisaraveldisins, enda
leiðandi sérfræðingur á þessu sviði.68 Barnatímaritin frá þessum tíma
sýna að t.a.m. myndskreyttar sögur af dugnaði og hugrekki japönsku
hermannanna þótti sjálfsagt lesefni fyrir börn. Ríkið stýrði þegar öllu
kennsluefni fyrir börn í gegnum algjörlega miðstýrt menntakerfi, en
á stríðstímum þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að seilast einnig inn í
frítíma og inn á heimili barna í gegnum ævintýri og barnabók-
menntir. Árið 1939 var Kishibe kominn í forustuhlutverk við að
virkja höfunda barnabóka til að skrifa „uppbyggilegri sögur“, sem og
að tengja betur sagnahöfunda og kennarastéttina til að betur mætti
ala upp góða þegna í anda sannrar föðurlandsástar. Tilfelli Kishibe er
engan veginn einstakt heldur sýnir það glöggt hve langt ríkið gekk
66 Umfjöllun um Jón og verk hans er tíðust í Dowa Kenkyu en einnig birtist ítarleg grein um Jón
t.a.m. í fagtímaritinu Kodomo no Kyoyo (Menntun barna). Skv. japanska akademíska leitargrunn-
inum CiNii kom Dowa Kenkyu út á árunum 1922–1941. Greinarhöfundi hefur ekki tekist að finna
upplýsingar um upplag/dreifingu en eintök eru varðveitt á tugum háskólabókasafna um allt Japan,
sér í lagi við kennaraháskóla. Tímaritið fjallaði á breiðum grundvelli um ævintýri og sögur/bækur
fyrir börn í tengslum við uppeldis- og kennslufræði.
67 Uchiyama, Kendo, „Hokkyoku no dowaka …“.
68 Sjá m.a. „Notes on Art and Literature,“, bls. 8.