Milli mála - 2020, Page 40
40 Milli mála 12/2020
ÆVINTÝRAEYJURNAR JAPAN OG ÍSLAND: UM JAPANSDVÖL NONNA, 1937–1938
10.33112/millimala.12.1
um eða eftir Jón Sveinsson sem höfðu verið gefnar út þar í landi, þær
fyrstu meðan Jón dvaldi í Japan árið 1937 og sú nýjasta árið 2008.73
Það segir einnig sína sögu að fyrstu Japanirnir sem komu til náms á
Íslandi á 6. og 7. áratugnum nefndu Nonna sem eitt af því fyrsta og
jafnvel það eina sem þau vissu um Ísland þegar þau voru að alast upp
í Japan.74 Þannig að Jón Sveinsson hefur sannarlega sáð fræi Íslands-
áhuga í Japan.
8. Lokaorð – helstu niðurstöður
Oft hefur verið haft á orði að rithöfundurinn Jón Sveinsson sé einn
besti sendiherra sem Ísland hefur átt. Það bregst ekki að Jón er
kenndur við Ísland og hann var óspar á faguryrði um ævintýraeyjuna
Ísland en á sama tíma er hann hámenntaður heimsborgari og heims-
hornaflakkari, hefur búið í helstu menningarborgum Evrópu og
hefur tungur stórvelda á valdi sínu, m.a. þýsku, frönsku og ensku.
Jón var maður margra heima og fjölhæfur þannig að hann reyndist
góður sendiherra fyrir fleiri en Íslendinga. Þetta sannaðist í Japans-
ferð Jóns þar sem hann sjálfur – og umfangsmikil umfjöllum um
hann – náði til ólíkra hópa samfélagsins. Gestgjafarnir við Sophia-
háskólann í Tókýó sáu mikil tækifæri í Jóni og með þennan öfluga
liðsauka gátu þeir sinnt trúboðshlutverki sínu betur en fyrr og kynnt
háskólann og menntastarf sitt í leiðinni, án þess að of mikill trúar-
bragur væri á kynningarstarfinu þegar slíkt átti illa við. Sá eiginleiki
Jóns að höfða sterkt til ólíkra hópa á öllum aldri gagnaðist trú-
bræðrum Jóns í Jésúítareglunni svo um munaði. Það er því ekki að
undra að Hermann Heuvers, forseti Sophia-háskólans og gestgjafi
Jóns í Japan, hafi kosið að Jón dveldist lengur eða settist jafnvel að í
Japan, eins og fram kemur í ævisögu Jóns eftir Gunnar F. Guð-
mundsson.75
Þegar viðtökur Jóns í Japan eru skoðaðar er tvennt sem ber að hafa
í huga. Annars vegar þær sérstæðu aðstæður sem uppi voru í jap-
73 Þetta kemur fram í upplýsingum á sýningarspjöldum í Nonnasýningunni Seinni ferð Nonna til
Japans. Aðeins fáir titlar eru nafngreindir en hér eru væntanlega meðtaldar ýmsar útgáfur af
Nonnabókunum, t.a.m. endurútgáfur og endurþýðingar, sem og sögur eftir Jón í safnritum.
74 Kristín Ingvarsdóttir, „Samskipti Íslands og Japans eftir síðari heimsstyrjöld …“, bls. 525–526.
75 Gunnar F. Guðmundsson, Pater Jón Sveinsson: Nonni, bls. 395.