Milli mála - 2020, Page 122
122 Milli mála 12/2020
ENSKA SEM KENNSLUMÁL VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS OG KENNSLA Í AKADEMÍSKRI ENSKU
10.33112/millimala.12.4
Nálgunin sem þróuð var byggði ofan á kunnáttu nemenda í ensku
talmáli og leiddi þá smám saman að sjálfstæðum vinnubrögðum í
fræðilegri ritun sem stýrt var af tilgátu (e. thesis driven writing). Undir-
stöðuþjálfun í akademískri ensku við námsbrautina byggist á
greiningu og ritun mismunandi textategunda (e. genre-based writing),
þar sem áhersla er lögð á þjálfun í ritun texta sem einkennir við-
komandi fræðasvið. Markmiðið með þessari aðferð var að hjálpa
nemendum að átta sig á uppbyggingu texta innan sinnar fræðigreinar
og auka með því lesfærni þeirra (e. discipline based/genre-based teaching)
(Swales, 2004; Tribble og Wingate, 2013; Hyland, 2017). Nálgunin
sem hér var byggt á er sett fram í bókinni The Art and Architecture of
Academic Writing (Prinz & Arnbjörnsdóttir, 2020) en í þessari grein
verður ýmist vísað í nálgunina og þær aðferðir sem henni fylgja eða
námsbókina sjálfa.
Nálgunin hefur verið í stöðugri þróun um sjö ára skeið og fyrir
liggur mikill fjöldi gagna sem mæla árangur hennar. Þar á meðal eru
kennslukannanir, spurningakannanir við upphaf og lok námskeiðs,
ritunarverkefni fyrir og eftir kennslu, hugleiðingar og viðtöl við
kennara og nemendur. Í þessari grein verður fyrst lýst fræðilegum
undirstöðum nálgunarinnar, þá verður nálguninni sjálfri lýst og
síðan gerð stutt grein fyrir niðurstöðum rannsókna á áhrifum hennar
á nám nemenda, þ.e. hvernig þeir upplifa framfarir sínar í aka-
demískri ritun á ensku sem er stýrt af tilgátu og hvort þeir telji sig
hafa þróað með sér sjálfstæði í vinnubrögðum (e. autonomy) sem þeir
geti nýtt sér í námi sínu (Arnbjörnsdóttir og Prinz, 2017; Arnbjörns-
dóttir og Prinz, 2020). Að lokum verður greint frá rannsókn á
mælanlegum framförum í enskri ritun eins og þær birtust í skrifum
nemenda í byrjun og lok námskeiðsins.
2. The Art and Architecture of Academic Writing:
Fræðilegur bakgrunnur
Nútíma ritunarkennsla byggist á þeirri hugmyndafræði að ritunar-
hefðir séu bundnar við faggreinar og innan hverrar þeirra hafi þróast
fastar, óskrifaðar reglur um uppbygginu texta og orðræðu. Þessar
kenningar má rekja til hugmynda Lave og Wengers (1991) um sam-