Milli mála - 2020, Page 126
126 Milli mála 12/2020
ENSKA SEM KENNSLUMÁL VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS OG KENNSLA Í AKADEMÍSKRI ENSKU
10.33112/millimala.12.4
Nánast hverjum kafla í The Art and Architecture of Academic Writing
(Prinz & Arnbjörnsdóttir, 2020) er skipt upp í þætti eftir verklagi. Í
fyrsta þætti er fjallað um vitund og skilning nemandans (e. awareness)
á efninu og framsetningu þess og síðan um hvernig skrifa eigi drög
að texta (e. writing) og meta þau út frá tilgátu ritgerðar og stuðningi
við hana (e. assessment). Þar á eftir er fjallað um endurritun draganna
út frá matinu (e. revision) og endað á umfjöllun um prófarkalestur (e.
editing). Innan hvers þáttar eru verkefni sem ætlað er að efla sjálfstæði
nemenda í vinnubrögðum, s.s. hugleiðingar (e. reflection), þ.e. ígrundun
á eigin venjum og námsaðferðum við ritun; tilgangur (e. relevance),
nemendur skoða tilgang kennslunnar eða verkefnisins og tengsl við
þarfir þeirra og væntingar fræðasamfélagsins; og æfingar (e. practice),
þar sem nemendur þjálfa einstaka þætti ritunar áður en þeir skrifa
fyrstu drög (e. production).
4. Fyrri rannsóknir á nýrri nálgun í kennslu
Rannsóknin sem hér er til sérstakrar umfjöllunar er hluti af viðameiri
langtímarannsókn á kennslufræðinni sem beitt er í The Art and
Architecture of Academic Writing (Prinz & Arnbjörnsdóttir, 2020). Þátt-
takendur eru fyrsta árs grunnnemar sem skráðir eru í ritþjálfunar-
námskeið í námsbraut í ensku við Háskóla Íslands. Námið er ætlað
BA-nemum í ensku og gerð er krafa um enskufærni að þrepi C1 á
evrópska staðlinum. Fram til 2016 voru flestir nemenda íslenskir en
líka alþjóðlegir námsmenn úr ýmsum greinum, nemendur með
annan málbakgrunn. Sífellt fleiri nemendur úr öðrum deildum
Háskólans, sem ekki höfðu færni upp á C1, skráðu sig í námskeiðin
með afleiðingum sem áður er lýst.
Sama könnunin var lögð fyrir við upphaf námskeiðs og í lok þess.
Bakgrunnsspurningar leiddu í ljós að í gegnum árin höfðu 90% svar-
enda hafið enskunám fyrir 12 ára aldur og næstum helmingur lært
ensku í 8–12 ár. Forkannanir sýndu einnig að nemendur voru
ánægðir með undirbúning sinn í ensku, en næstum 90% þeirra
sögðust hafa góða eða mjög góða færni í skilningi og lestri en heldur
færri töldu sig hafa góðan skilning á tali og ritun. Þetta er ofmat eins
og fyrri rannsóknir hafa sýnt (Birna Arnbjörnsdóttir og Patricia
Prinz, 2017; Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2018).