Milli mála - 2020, Page 143
Milli mála 12/2020 143
ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON
10.33112/millimala.12.5
(4) Það hafa einhverjir stúdentar lesið þessa bók.
Alveg eins og setningin í (4) er dæmið í (2) að öllum líkindum mál-
fræðilega tækt í máli langflestra íslenskra málhafa. Vafasamt er þó að
margir hafi nokkurn tíma komist nákvæmlega svona að orði, nema
kannski einstaka málfræðingur sem notar þetta dæmi til að sýna
fram á áhugaverða möguleika íslenskrar setningagerðar (sjá t.d.
Höskuld Þráinsson, 2005:189). Þess vegna er ekki við því að búast að
slíkar setningar komi oft fyrir í gagnasöfnum um nútímaíslensku.
Það breytir því samt ekki að dómar málhafa eru tiltölulega skýrir;
setningin sem sýnd er í (2) er vel tæk í íslensku nútímamáli, alveg
eins og setningin í (4), en dæmin í (3) eru ótæk, alveg eins og
setningarnar í (5) sem eru án atviksorða.
(5) a. *Það hafa stúdentarnir lesið þessa bók.
b. *Það hafa þeir lesið þessa bók.
Munurinn á gæðum setninganna í (1) og (2) er alls ekki háður
dreifingu atviksorðanna, sem er eins í öllum tilvikum, heldur stafar
hann af því að í íslensku gildir málfræðiregla – eða „hamla“ – sem
nefnd er hamla ákveðinna nafnliða (e. Definitness Effect) og kveður á
um að ákveðnir nafnliðir eins og stúdentarnir eða þeir geta ekki komið
fyrir í setningum sem byrja á leppnum það (Höskuldur Þráinsson,
2005:585 o.áfr., 2007:147–148, 309 o.áfr.). Aðeins óákveðnir nafnliðir
eins og einhverjir stúdentar geta staðið í leppsetningum.
3. Aðferðir til að meta setningar
3.1 Lifandi tungumál
Í rannsóknum á setningagerð tungumála sem töluð eru í samtím-
anum – lifandi málum – er oftast hægt að komast að því hvort
setningar séu tækar eða ótækar með því að spyrja málhafa, bera undir
þá lista með dæmasetningum og biðja þá að meta þær. Dómarnir
sem beðið er um eru t.d. af taginu: „já, þetta er eðlileg setning, svona
get ég sagt“, „nei, þetta er ótæk setning, svona get ég ekki sagt“ eða