Milli mála - 2020, Page 152
152 Milli mála 12/2020
BÝSN OG FÁDÆMI Í TUNGUMÁLINU
10.33112/millimala.12.5
málfræðilegt fyrirbæri – eða eins og það heitir á latínu: unus testis –
nullus testis ‘eitt dæmi er ekkert dæmi’. Á móti þessu er því haldið
fram hér að það sem skipti máli þegar meta skal stöðu tiltekinna
málfræðiatriða sé ekki magn heldur gæði þeirra dæma sem varðveitt
eru – að minnsta kosti í ákveðnum tilvikum (Þórhallur Eyþórsson,
2005:54). Jafnvel í tungumáli sem ríkulegar heimildir eru til um,
eins og latínu eða forníslensku, er hætt við að í málfræðigreiningu
sem byggist aðeins á algengustu orðmyndum og setningagerðum
yfirsjáist mönnum sjaldgæf en mikilvæg mynstur. Slík mynstur
kunna að hafa verið fullkomlega eðlileg fyrir þeim sem töluðu málið,
þ.e. málhöfum latínu eða forníslensku, þótt af einhverjum ástæðum
séu þessi atriði sjaldgæf í varðveittum textum.
Þannig eiga öll málfræðiatriði sem koma fyrir í tungumálinu,
hvort sem þau eru algeng eða sjaldgæf í málnotkun, sinn stað í þeirri
málfræði sem hver einstakur málhafi býr yfir, þ.e. í málkunnáttu
einstaklingsins. Raunar ættu það að vera augljós sannindi að aðeins
eitt dæmi – jafnvel svokallað stakdæmi (gr. hapax legomenon) – getur
nægt til að sýna að það sé hluti af málfræði tiltekins tungumáls, að
því tilskildu að það sé textafræðilega og málfræðilega ótvírætt. Hitt
er annað mál að mjög sjaldgæf atriði eru e.t.v. ekki eins miðlæg og
fyrirbæri sem koma oft fyrir í tilteknu tungumáli. Þótt erfitt sé að
fullyrða nokkuð ákveðið um þetta má ætla að algeng málfræðiatriði
séu frekar miðlæg en sjaldgæfari atriði jaðarlæg. Á meðal hinna síðar-
nefndu væru væntanlega atriði sem börn á máltökuskeiði ná tiltölu-
lega seint valdi á, eins og sum hljóðasambönd og beygingarmynstur
(sbr. Chomsky, 1981:3–4).
4.2 Aukafallsfrumlög
Til að gera hugleiðingarnar í undanfarandi kafla ögn áþreifanlegri
verður hér tekið dæmi af tilteknu málfræðifyrirbæri í forníslensku.
Fyrst þarf samt að minnast örstutt á nútímaíslensku – og raunar líka
á mál frænda okkar Færeyinga.
Í nútímaíslensku er frumlag setningar ekki endilega í nefnifalli.
Eins og minnst var á í upphafi getur það allt eins staðið í einhverju
af aukaföllunum: þolfalli, þágufalli eða eignarfalli (t.d. stelpuna langar,
karlinum leiðist eða þess gætir). Þannig eru fall (einkum og sér í lagi