Milli mála - 2020, Page 172
172 Milli mála 12/2020
GLUGGI Í AUSTURÁTT: ÞÝÐINGARSAGA ÍSLENSKRA OG KÍNVERSKRA BÓKMENNTA
10.33112/millimala.12.6
heimsvísu fyrir samfélagslýsingar frá svo afskekktum stað og hinar
mannlegu tilfinningar sem höfundarnir lýsi frá einstöku sjónarhorni.
Hann telur Jóhann Sigurjónsson mesta leikskáld Íslands og nefnir í
því samhengi sérstaklega viðhorf til kvenna fyrr á öldum.10 Þar vísar
hann til leikverksins Fjalla-Eyvindar um útlagana Fjalla-Eyvind og
Höllu sem hlaut stórgóðar viðtökur við frumsýningu í Reykjavík
1911. Árið eftir var það sett upp í Kaupmannahöfn, svo víðar um
Evrópu11 og loks í New York 1921.12
Á fyrri helmingi 20. aldar var gífurlegur fjöldi vestrænna trú-
boða starfandi í Kína. Þeirra á meðal var Íslendingurinn Ólafur
Ólafsson, sem vann með norskum trúboðum á landamærum
héraðanna Hubei og Henan inni í miðju landi. Fyrir tilstilli Ólafs
var fyrsta íslenska ritið þýtt og gefið út á kínversku 1928 og var það
útgáfa með völdum versum Passíusálmanna eftir Hallgrím Péturs-
son. Þýðinguna gerði bandaríski trúboðinn Harry Price úr ensku13
og voru Shijiakefeng《詩家可風》,14 Passíusálmarnir kínversku,
gefnir út af Religious Tract Society for China í Wuhan15 og Shang-
hai fyrir íslenskt samskotafé. Þýðandinn gætir þess víða að halda
bragarhætti með endarími. Ekki er laust við að Íslendingar hafi
fyllst stolti yfir þessu menningarframlagi eins og lesa má í tíma-
ritinu Ljósberanum vorið eftir: „Það er mikill heiður fyrir þjóðina
okkar fámennu að Passíusálmarnir skuli vera komnir á kínversku og
skemtilegt fyrir minstu þjóðina að geta sent stærstu þjóðinni slíka
trúarljóða-gimsteina.“16
Stuttu síðar var gefin út önnur bók með verkum Íslendings á kín-
versku þegar tvær sögur Jóns Sveinssonar, betur þekktur sem Nonni,
voru þýddar úr frönsku17 og gefnar út af bókaútgáfu kaþólsku kirkj-
10 Shi Qin’e (石琴娥), „冰岛文学在中国“ („Íslenskar bókmenntir í Kína“), Wenyi Bao 《文艺
报》, 14. maí 2014, bls. 7, aðgengilegt á vef Kínverska rithöfundafélagsins (China Writers
Association), http://image.chinawriter.com.cn/61/2014/0514/U3875P843T61D1168F789
DT20140514065908.pdf [sótt 25. maí 2020].
11 Jón Viðar Jónsson, Kaktusblómið og nóttin, Akureyri: Hólar, 2004, bls. 17.
12 „Fjalla-Eyvindur“, Morgunblaðið, 17. apríl 1921, bls. 2.
13 „Passíusálmarnir á kínversku“, Alþýðublaðið, 21. apríl 1928, bls. 4.
14 Hallgrim Petursson, Shijiakefeng 《詩家可風》, þýð. Harry Price, Hankow og Shanghai:
Religious Tract Society for China (中国基督聖教書會), 1928.
15 Þá nefnd Hankow.
16 „Passíusálmarnir á kínversku“, Ljósberinn, 6. apríl 1929, bls. 106. Eintak er varðveitt á
Landsbókasafni.
17 Titill frönsku útgáfunnar er Récits Islandais.