Milli mála - 2020, Page 177
Milli mála 12/2020 177
ÞORGERÐUR ANNA BJÖRNSDÓTTIR
10.33112/millimala.12.6
Halldór Laxness hélt ásamt Auði Sveinsdóttur konu sinni í heim-
sókn til Kína í lok árs 1957. Atómstöðin var þá nýkomin út á kínversku
og dvöldust þau hjónin í landinu mestallan desembermánuð í boði
Vináttusamtaka Kína við erlend ríki (CPAFFC).42 Auk gestgjafanna
og Ye Junjian hittu þau meðal annarra íslenskan námsmann að nafni
Skúli Magnússon.43 Skúli nam fornkínversku við Beijing-háskóla og
hefur sennilega verið fyrstur til að þýða beint úr kínversku á íslensku
og birta á prenti en nánar verður vikið að því síðar.
Halldór var sérlega hrifinn af daóisma, sem hann kynntist ungur
í Daodejing eins og áður segir, og þurfti að hafa örlítið fyrir því að fá
að heimsækja hof daóista en kínverskir kommúnistar hafa eflaust
frekar viljað sýna honum birtingarmyndir nútímaframfara. Í daóista-
hof komst hann þó og var alsæll með heimsóknina þar sem hann fékk
tækifæri til að ræða við aldraðan yfirprest. Taldi Halldór heim-
sóknina annað tveggja „merkilegra ævintýra“ er hann hefði ratað í á
för sinni í kringum hnöttinn en hitt var heimsókn hans og merkur
bókarfundur á bókasafni mormóna í Utah.44 Halldór hélt fyrirlestur
um íslenskar bókmenntir hjá Kínverska rithöfundafélaginu í Beijing
og skrifaði grein í tímarit þess, Wenyibao《文艺报》, undir fyrir-
sögninni Eddas and Sagas45《冰岛的埃达和萨迦》.46 47
Svo virðist sem gestgjöfunum hafi þótt nokkuð til íslenskra forn-
bókmennta koma. Tæpu ári eftir heimsókn Halldórs til Beijing er
kínversk þýðing á Gunnlaugs sögu ormstungu,48 sem er tiltölulega stutt
í samanburði við til dæmis Njálu eða Laxdælu, gefin út af Bók-
menntaútgáfu alþýðunnar. Guo Shuke þýddi, líkast til úr rússnesku.
Þýðingin er fertugasta smábókin í ritröð jafnt innlendra sem erlendra
bókmennta frá fornöld til marxískra samtímamanna. Á bókar-
kápunni er skýrt frá því að nú á tímum hinnar pólitísku herferðar
42 „Kína og Indlandsdvöl Halldórs Laxness mun nú vera lokið“, Þjóðviljinn, 12. febrúar 1958, bls. 3
og 12.
43 Auður Sveinsdóttir Laxness, „Úr Kínadagbók“, Melkorka, 1958, bls. 4–7, hér bls. 7.
44 Halldór Laxness „Þessi hlutur – eða tónlist af streingjum“, Tímarit Máls og menningar, 1/1958, bls.
11–18, hér bls. 14–18.
45 „Kína og Indlandsdvöl Halldórs Laxness mun nú vera lokið“, Þjóðviljinn, 12. febrúar 1958, bls. 3
og 12.
46 Shi Qin’e (石琴娥), „冰岛文学在中国“ („Íslenskar bókmenntir í Kína“).
47 Halldór Laxness, „Bingdao de Aida he Sajia“《冰岛的埃达和萨迦》, þýð. Huang Xingyin (黄星
垠), Wenyibao《文艺报》, 1958, non vidi.
48 Höfundur óþekktur, Gonglaoge yinxiong chuanshuo《贡劳格英雄传说》, þýð. Guo Shuke, Beijing:
Renmin wenxue chubanshe, 1958.