Milli mála - 2020, Side 184
184 Milli mála 12/2020
GLUGGI Í AUSTURÁTT: ÞÝÐINGARSAGA ÍSLENSKRA OG KÍNVERSKRA BÓKMENNTA
10.33112/millimala.12.6
kosið er um í Kína ár hvert, með yfir 50 þúsund atkvæðum lesenda.91
Haustið 2008 hófst íslenskukennsla í Beijing-háskóla erlendra
fræða. Greinarformaður íslenskudeildarinnar, Wang Shuhui (王书
慧), þýddi Skugga-Baldur eftir Sjón úr íslensku og kom hún út hjá
Yilin-bókaútgáfunni 2014 undir titlinum《蓝狐》eða „Blár refur.“
Wang Shuhui þýddi einnig Tímakistuna eftir Andra Snæ sem kom út
hjá Jieli-bókaforlaginu í Kína 2018. Nemendur í íslenskudeild Beijing-
háskóla erlendra fræða þýddu sömuleiðis úr íslensku dagbók92 Jóhann-
esar úr Kötlum, um ferð fyrstu íslensku sendinefndarinnar er hélt til
Kína árið 1952 og varð undanfari Kínversk-íslenska menningarfélags-
ins. Tvímála útgáfa bókarinnar kom út 2013.
Á Íslandi hófst einnig blómaskeið þýðinga á kínverskum bók-
menntum og þýðingum beint úr frummálinu fór fjölgandi. Ber þar
helst að nefna þýðingar Ragnars Baldurssonar á Speki Konfúsíusar《论
语》93 og bókinni áðurnefndu, Ferlinu og dygðinni《道德经》,94 og
þýðingar Hjörleifs Sveinbjörnssonar á sýnisbók kínverskra bókmennta
sem gefin var út undir titlinum Apakóngur á Silkiveginum.95 Í Apakóngi
Hjörleifs er að finna brot úr þekktustu bókmenntum Kínverja. Þar
eru hlutar af Þríríkjasögu《三国演义》, Fenjasögu《水浒传》, Vestur-
ferðinni《西游记》, Hinni lærðu stétt《儒林外史》, Drauminum um
rauða herbergið《红楼梦》, smásagan Sápa《肥皂》eftir Lu Xun og
kafli úr skáldsögunni Luotuo xiangzi《骆驼祥子》eftir Lao She.
Ragnar og Hjörleifur lærðu báðir kínversku í Beijing á síðari hluta
áttunda áratugarins þegar kínverskir ráðamenn kepptu um völdin
eftir fráfall Maos. Ragnar sneri sér að kínverskri heimspeki en Hjör-
leifur að kínverskum bókmenntum. Austur-Asíufræðingurinn Jón
Egill Eyþórsson hefur einnig fengist við þýðingar úr fornkínversku og
meðal annars þýtt ljóð eftir Wang Wei (王維), eitt af höfuðskáldum
91 Andri Snær Magnason, The Story of the Blue Planet chosen best children’s book in China, 11. febrúar
2020: https://www.andrimagnason.com/news/2020/02/the-story-of-the-blue-planet-chosen-best-
childrens-book-in-china/ [sótt 3. júlí 2020].
92 Jóhannes úr Kötlum, Fyrsta íslenska sendinefndin í Alþýðulýðveldinu Kína: Dagbók og ljóð Jóhannesar
úr Kötlum《首个冰岛代表团访问新中国纪实》, þýð. íslenskunemar Beijing-háskóla erlendra
fræða, Beijing: Shijie tushu chuban gongsi (世界图书出版公司), 2013.
93 Höf. óþekktur, Speki Konfúsíusar, Ragnar Baldursson, Reykjavík: Iðunn, 1989. Bókin hefur tvisvar
verið endurútgefin af bókaútgáfunni Pjaxi 2006 og síðan Ritskinnu 2012.
94 Laozi, Ferlið og dygðin, Ragnar Baldursson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2010.
95 Apakóngur á Silkiveginum, Hjörleifur Sveinbjörnsson tók saman og þýddi, Reykjavík: JPV, 2008.