Milli mála - 2020, Page 186
186 Milli mála 12/2020
GLUGGI Í AUSTURÁTT: ÞÝÐINGARSAGA ÍSLENSKRA OG KÍNVERSKRA BÓKMENNTA
10.33112/millimala.12.6
sjónarhorni hins almenna borgara. Sum af verkum hans hafa verið
bönnuð í Kína en með því að sveipa hráar sögur af fortíðinni töfra-
raunsæi hefur hann fetað sig áfram á mörkum ritskoðunar. Tvær
sögur eftir hann hafa verið þýddar á íslensku en þó er ekki um frum-
þýðingar að ræða. Nóvellan Umskipti《变》104 var þýdd af Böðvari
Guðmundssyni 2013 og er skrifuð í formi endurminninga höf-
undarins. Smásagan Töfralækningin《灵药》, í þýðingu Lárusar Jóns
Guðmundssonar og gátuð af Halldóri Xinyu Zhang, birtist í safn-
ritinu Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa105 sem kom út 2018. Nóbels-
skáld Íslands og Kína hafa því bæði verið þýdd og gefin út á íslensku
og kínversku en gaman væri að sjá þýðingar á lengri verkum Mo Yan.
4. Niðurlag
Hér hafa þýðingum íslenskra og kínverskra bókmennta verið gerð skil
og skipt niður í þrjú tímabil sem endurspegla stig og tíðni samskipta
á milli Íslands og Kína. Fyrstu þýðingarnar, örfáar, eru gerðar á fyrri
hluta 20. aldar ýmist undir áhrifum guðspeki, kristniboðs eða raun-
sæisstefnunnar í bókmenntum á miklu umbreytingaskeiði í Kína.
Næst tekur við tímabil sósíalískra hugsjóna kalda stríðsins sem
mótast annars vegar af áhuga íslenskra sósíalista á hinu nýja „rauða“
Kína og hins vegar af utan- og innanríkismálum Kínverja. Tíma-
setningar þýðinganna kallast á við pólitíska atburði eins og glöggt má
sjá á þýðingum verka Halldórs Laxness bæði þegar hætt er að þýða
verk hans vegna ósættis Kínverja og Rússa 1960 og eins þegar þýðing
á Sjálfstæðu fólki kom út í Taívan 1972, líklega sem viðleitni til að aftra
myndun stjórnmálasambands Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína
þótt of seint yrði. Takturinn og efnistök við þýðingar á kínverskum
bókmenntum breyttist eftir að stjórnarskipti urðu á Íslandi í júlí
1971. Áherslan var ekki lengur bundin við samtíma raunsæis- og
byltingarbókmenntir Kínverja sem þó héldu áfram að koma út fram
yfir andlát Maos.
Þriðja tímabilið endurspeglar ákveðið pólitískt jafnvægi og aukin
samskipti í samræmi við opnunarstefnu Kínverja. Fjölbreyttari raddir
104 Mo Yan, Umskipti, Böðvar Guðmundsson, Akranes: Uppheimar, 2013.
105 Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa, Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl
Helgason ritstýrðu, Reykjavík: Bjartur, 2018.