Milli mála - 2020, Page 225
Milli mála 12/2020 225
GEIR Þ. ÞÓRARINSSON
10.33112/millimala.12.8
upptækar og Pólemarkos tekinn af lífi en Lýsías komst undan við
illan leik. Téð ræða Lýsíasar gegn Eratosþenesi er ákæruræða vegna
þessa atburðar, sem hann kann að hafa flutt sjálfur eftir að lýðræði
komst aftur á í Aþenu árið 403 f.o.t. Fræðimenn telja reyndar lík-
legast að um það leyti hafi höfundarferill Lýsíasar hafist, hvað svo
sem sögutíma Fædrosar líður.
Fornar heimildir herma að 425 ræður hafi verið eignaðar Lýsíasi
en 233 þeirra hafi raunverulega verið eftir Lýsías.5 Í handritum eru
22 ræður varðveittar í heild og heilleg brot úr níu til viðbótar. Enn
fremur eru heilleg brot varðveitt úr þremur ræðum í ritum Díoný-
síosar frá Halikarnassos auk ræðunnar sem Platon eignar Lýsíasi í
samræðu sinni Fædrosi. Að lokum eru svo að minnsta kosti á annað
hundrað minni brot og titlar. Þónokkur vafi leikur á að ræðan sem
Platon eignar Lýsíasi í Fædrosi sé í raun ræða eftir hann. Einnig
leikur vafi á nokkrum af hinum ræðunum 34 en fræðimenn telja nú
að flestar þeirra kunni að vera ósviknar. Illa hefur gengið að sýna
fram á með óyggjandi hætti hverjar þeirra eru réttilega og hverjar
ranglega eignaðar Lýsíasi.6
Hvort sem tiltekin ræða er eða er ekki réttilega eignuð Lýsíasi (eða
öðrum ræðuhöfundi) er ljóst að heimildagildi þessara texta er
ómetanlegt. Ræðurnar eru í senn heimildir um réttarfar, pólitísk
átök og daglegt líf auk þess að vera mikilvægar málheimildir. Þær
eru gluggi inn í gríska menningu 5. og 4. aldar f.o.t.
Fornmenn skiptu ræðum gjarnan í þrjá flokka: Í fyrsta lagi voru
það pólitískar ræður fluttar á þjóðfundinum (ἐκκλησία); í öðru lagi
réttarræður fluttar fyrir dómstólum (δικαστήριον); og í þriðja lagi
sýningarræður og aðrar tækifærisræður. Flestar ræður í varðveittu
ritsafni Lýsíasar eru réttarræður en margar þeirra eru jafnframt
rammpólitískar, eins og til dæmis 12. ræðan, Gegn Eratosþenesi.
Ræðan sem hér er þýdd, sú fyrsta í ritsafni hans, Um morðið á
Eratosþenesi, er ein þeirra sem flutt var frammi fyrir dómstól. Ástæðu-
laust þykir að efast um að ræðan sé réttilega eignuð Lýsíasi. Ekki er
vitað hvenær þessi réttarhöld voru haldin eða hvernig þeim lyktaði.
5 [Plut.] Vit. Lys. 836a. Um ritsafn Lýsíasar, sjá K. J. Dover, Lysias and the Corpus Lysiacum, Berkeley
og Los Angeles: University of California Press, 1968.
6 Dover, Lysias and the Corpus Lysiacum, bls. 152, taldi mögulegt að margar ræðurnar hafi verið
samdar af Lýsíasi í samvinnu við skjólstæðinga sína.