Milli mála - 2020, Page 230
230 Milli mála 12/2020
UM MORÐIÐ Á ERATOSÞENESI
10.33112/millimala.12.8
ríkur, né vegna neins annars ágóða en lögbundins hefndarréttar. 5 Ég
mun þess vegna greina ykkur frá öllum mínum málum allt frá upp-
hafi, undanskilja ekkert heldur segja ykkur sannleikann. Ég tel
nefnilega að þetta sé eina bjargræði mitt, ef mér reynist mögulegt að
segja ykkur allt sem hefur gerst.
6 Góðir Aþeningar! Þegar mér hugkvæmdist að kvænast og ég
leiddi konu inn á heimili mitt, þá var því þannig farið hjá mér í þó-
nokkurn tíma að ég hvorki atyrti hana né gaf henni of lausan
tauminn svo hún gæti gert hvað sem hana lysti. Ég reyndi að gæta
hennar eins og mér var unnt og sinnti henni eins og hæfilegt var. Er
mér fæddist sonur treysti ég henni þegar og lét allt mitt í hennar
hendur, enda taldi ég að þetta væri hin besta sambúð. 7 Fyrst um
sinn, kæru Aþeningar, var hún allra kvenna best. Hún var skörugleg
húsfreyja, sparsöm og fylgdist grannt með öllu. En svo féll móðir mín
frá og andlát hennar varð orsök allrar minnar ógæfu. 8 Því konan
mín var viðstödd útför hennar þegar þessi maður kom auga á hana
og áður en langt um leið hafði hann spillt henni, enda fylgdist hann
með ambáttinni sem fer á markaðinn, færði henni skilaboð og leiddi
hana í glötun.
9 Nú, í fyrsta lagi – því þetta þarf einnig að útskýra fyrir ykkur
– þá á ég tveggja hæða hús og þegar kemur að vistarverum kvenna
annars vegar og vistarverum karla hins vegar er efri hæðin jafnstór
þeirri neðri.3 Þegar okkur fæddist sonur hafði móðir hans hann á
brjósti. Og til þess að hún legði sig ekki í hættu við fara niður
stigann þegar átti að baða drenginn, þá tók ég að mér að búa uppi en
konurnar niðri. 10 Þetta vandist fljótt svo að konan mín fór oft frá
mér niður til þess að hvíla hjá barninu og gefa því brjóst svo það gréti
ekki. Svona var þetta um langa hríð en aldrei nokkurn tíma var ég
tortrygginn. Raunar var ég slíkur einfeldningur að ég hélt að konan
mín væri sú siðprúðasta af öllum í borginni. 11 En, herrar mínir, að
einhverjum tíma liðnum kom ég óvænt af akrinum. Eftir matinn fór
barnið að gráta og var óhuggandi en ambáttin hafði verið að espa það
upp á laun til þess að það gerði þetta. Maðurinn var nefnilega inni í
húsinu; seinna komst ég að öllu saman. 12 Ég skipaði konunni að fara
niður og gefa barninu brjóst til þess að það hætti að gráta. Það vildi
3 Vistarverur kvenna voru alla jafna á efri hæð í tveggja hæða húsum.