Milli mála - 2020, Page 232
232 Milli mála 12/2020
UM MORÐIÐ Á ERATOSÞENESI
10.33112/millimala.12.8
mín hafi verið förðuð. Þetta kom mér allt í hug og ég fylltist grun-
semdum. 18 Ég fór heim og skipaði ambáttinni að fylgja mér á
torgið. Ég leiddi hana hins vegar til eins af vinum mínum og sagði
að ég hefði komist að raun um allt sem hefði gerst á heimili mínu.
„Já, þú hefur,“ sagði ég, „um tvennt að velja, hvort svo sem þú vilt
heldur: annaðhvort að vera hýdd og send í mylluna og fá aldrei hvíld
frá slíku böli5 eða leysa frá skjóðunni og segir allan sannleikann en
þá þarft þú ekkert illt að þola, heldur færð fyrirgefningu mína fyrir
það sem þú hefur gert af þér. Ljúgðu engu en segðu allan sann-
leikann!“ 19 Í fyrstu maldaði hún í móinn og bauð mér að gera hvað
svo sem ég vildi – hún vissi nefnilega ekkert. En þegar ég minntist á
Eratosþenes við hana og sagði að hann væri viðhald konunnar, þá
varð hún furðu lostin og hélt að mér væri rækilega kunnugt um allt.
Hneig hún þá að hnjám mínum og tók af mér loforð um að hún
myndi ekkert illt þola. 20 Svo sakaði hún hann, í fyrsta lagi, um að
hafa nálgast sig eftir útförina og sagði síðan að hún hefði að endingu
komið skilaboðunum áleiðis og að konan mín hefði með tímanum
látið sannfærast; og hvernig hún hefði með ýmsum ráðum greitt leið
hans inn í húsið og að á Þesmófóruhátíð,6 meðan ég var á akrinum,
hefði konan mín farið með móður hans í hofið. Og hún lýsti ná-
kvæmlega og í smáatriðum öllu öðru sem gengið hafði á. 21 Er hún
hafði sagt allt af létta sagði ég: „Jæja, þú skalt gæta þess að alls
enginn frétti þetta; ef þú gerir það ekki, þá gildir ekkert af því sem
ég hef fallist á. En ég fer fram á það að þú sýnir mér þetta í verki. Ég
þarf ekki á sögu að halda, heldur að verknaðurinn verði afhjúpaður,
ef þetta er með þessum hætti.“ Hún samþykkti að gera það.
22 Síðan liðu fjórir eða fimm dagar […] eins og ég mun færa
ykkur mikilsverðar sönnur um.7 En fyrst vil ég segja ykkur hvað
gerðist á síðasta deginum. Sóstratos var félagi minn og vinur. Hann
varð á vegi mínum þegar ég var að koma af akrinum við sólsetur. Af
því að ég vissi að engan mat væri að hafa heima hjá honum ef hann
5 Vinna í myllu var líkamlega afar erfið. Auk þess var aðbúnaður og meðferð þræla í myllum,
námum og öðrum slíkum vinnustöðum verri en víðast annars staðar. Þess vegna var það vont hlut-
skipti að vera sendur þangað.
6 Þesmófóruhátíð var þriggja daga hausthátíð kvenna haldin til heiðurs Demetru og ein aðaltrúar-
hátíð Aþeninga til forna.
7 Hér er eyða í handritum.