Milli mála - 2020, Page 233
Milli mála 12/2020 233
LÝSÍAS
10.33112/millimala.12.8
kæmi á þessum tíma bauð ég honum að borða með mér.8 Við héldum
heim til mín, fórum upp á eftir hæðina og snæddum kvöldverð. 23
Þegar hann hafði fengið vel að borða fór hann sína leið en ég lagðist
til hvílu. En inn í húsið, herrar mínir, kemur hann Eratosþenes og
ambáttin vakti mig strax og segir að hann sé inni. Ég sagði henni að
sjá um dyrnar, geng niður þegjandi og hljóðalaust og fer út. Ég kom
við hjá þessum og hinum; sumum náði ég ekki heima og komst að
því að aðrir væru ekki í bænum. 24 En þegar ég hafði náð saman eins
mörgum og ég gat af þeim sem voru heima gekk ég af stað. Við
tókum kyndla frá nærliggjandi verslun og gengum inn en dyrnar voru
opnar enda hafði ambáttin búið í haginn fyrir okkur. Við hrundum
upp hurðinni að herberginu og við sem fyrstir gengum inn sáum
manninn enn liggjandi við hlið konunnar minnar en þeir sem á eftir
komu sáu hann standa nakinn í rúminu. 25 Herrar mínir, ég kýldi
hann niður og felldi. Þegar ég hafði svo snúið upp á hendur hans aftur
fyrir bak batt ég þær og spurði svo hvers vegna hann bryti gegn
heimili mínu með því að koma þarna inn. Hann tók undir að hann
hefði brotið af sér en grátbað mig og bar upp þá bón að ég dræpi hann
ekki heldur þæði ég fjárgreiðslu. 26 En ég sagði við hann „Ekki mun
ég drepa þig, heldur lög borgarinnar sem þú hefur farið á svig við og
virt minna en þínar eigin nautnir. Þú hefur valið að fremja svona glæp
gegn konunni minni og gegn börnunum mínum frekar en að hlýða
lögum og haga þér sómasamlega.“
27 Þannig, herrar mínir, hlaut þessi maður þau málagjöld sem
lögin segja fyrir um til handa þeim sem breyta svo. Ekki var hann
gripinn á götu úti né heldur hafði hann flúið á náð eldstæðisins, eins
og þessir menn hérna segja.9 Því hvernig mætti það vera? Maður sem
var laminn í svefnherberginu og strax felldur, hendur hans bundnar!
Og þarna inni var svo margt um manninn; ekki gat hann flúið og
hann hafði hvorki hníf né staf eða neitt annað sem hann hefði getað
8 Margir þýðendur fylgja hér Immanuel Bekker, sem leiðrétti textann og prentaði οὐδένα … τῶν
ἐπιτηδείων („engan úr fjölskyldunni“). Öll handrit hafa aftur á móti οὐδὲν … τῶν ἐπιτηδείων
(„engar nauðþurftir“) og er því fylgt hér. Evfíletos kveðst því hafa boðið Sóstratosi í mat af því að
heima hjá Sóstratosi væri ekkert í matinn svo seint um kvöld en ekki af því að heima hjá Sóstratosi
væri engan að finna.
9 Eldstæðið eða arinninn (ἑστία, hestia) var hjarta heimilisins og að nokkru leyti helgur staður og
hafði verið allt frá því á bronsöld. Eldstæði var einnig að finna í hofum guðanna og í ráðhúsinu
(prytaneion) þar sem stjórn borgríkisins hafði aðsetur. Leituðu menn griða við eldstæði ýmist
heimilis eða hofs þegar svo bar undir. Gyðjan Hestía er að uppruna persónugervingur eldstæðisins.