Milli mála - 2020, Page 236
236 Milli mála 12/2020
UM MORÐIÐ Á ERATOSÞENESI
10.33112/millimala.12.8
37 Íhugið þetta, herrar mínir: Þeir ákæra mig á þeim forsendum
að á þessum degi hafi ég skipað ambáttinni minni að sækja unga
manninn. Ég lít svo á, herrar mínir, að ég hefði gert rétt með því að
hafa hendur í hári þess manns sem spillt hefði konunni minni með
hvaða ráðum sem er. 38 (Ef ég skipaði henni að sækja hann eftir að
hafa heyrt sögur en ekkert hefði gerst, þá beitti ég ranglæti. En ef ég
tæki hann með hvaða ráðum sem er eftir að allt saman hefði þegar
náð fram að ganga og hann hefði oft og tíðum komið inn á heimili
mitt, þá teldi ég mig breyta hyggilega.) 39 Íhugið svo þetta, að þeir
skrökva einnig þessu og það getið þið auðveldlega vitað af eftir-
farandi ástæðu: Ég á nefnilega vin, herrar mínir, að nafni Sóstraton
– eins og ég nefndi áðan – og er hann mér náinn. Eftir að hafa hitt
hann á leiðinni heim af akrinum um sólarlagsbil snæddum við
kvöldverð saman og þegar hann hafði fengið nóg hélt hann sína leið.
40 Takið nú þetta fyrst til rækilegrar skoðunar, herrar mínir. Ef ég
væri að reyna að leggja snörur fyrir Eratosþenes þessa nótt, hefði þá
ekki verið betra fyrir mig að borða sjálfur annars staðar heldur en að
taka hann með mér heim til þess að borða? Því þannig hefði þessi
náungi síður þorað að koma inn á heimilið. Þykir ykkur síðan
sennilegt að ég hefði sent matargestinn burt og orðið eftir einn og
yfirgefinn frekar en að biðja hann um að vera áfram til þess að hann
gæti komið fram hefndum á friðlinum með mér? 41 Herrar mínir,
sýnist ykkur ekki síðan að ég hefði sent boð til félaga minna um
daginn og beðið þá að koma saman á heimili vinar skammt frá
frekar en að hlaupa um að næturlagi um leið og mér var gert við-
vart, ekki vitandi hvern ég fyndi heima við og hver væri úti? Ég fór
til Harmódíosar og einhvers annars en þeir voru ekki í bænum (ég
vissi það ekki) og ég komst að raun um að aðrir væru ekki heima við.
En ég safnaði saman þeim sem ég gat og við gengum af stað. 42
Hefði ég samt vitað fyrir fram, haldið þið ekki að ég hefði haft
þrælana tilbúna og komið skilaboðum til vina minna til þess að geta
farið inn á sem öruggastan hátt? (Hvernig átti ég að vita hvort hann
hefði líka eitthvert eggvopn?) Já, til þess að ég framfylgdi hefndar-
réttinum með sem flestum vitnum? En nú vissi ég ekkert um það
sem átti eftir að gerast þessa nótt og tók með mér þá sem ég gat.
Stígið fram sem eruð til vitnis um þetta.