Milli mála - 2020, Page 243
Milli mála 12/2020 243
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
10.33112/millimala.12.9
Gísla Brynjólfssonar og Helga Hálfdanarsonar (Prestaskólakennara),
sömuleiðis bendir hann á endurbirta þýðingu Matthíasar í Kaþólskri
bænabók (1922) þar sem búið er að leiðrétta Maríuvilluna.
– – –
Ekki ætla ég hér að fara yfir þýðinguna frá upphafi til enda, hvorki
með samanburði við frumtextann né við aðrar þýðingar, heldur láta
nægja nokkur dæmi úr fyrsta erindinu um sígild álitamál bók-
menntaþýðinga. Og skoða þá, jafnframt textunum hér að ofan,
þýðingu Matthíasar:
Dagur reiði, dagur bræði
drekkir jörð í logaflæði,
votta heilög völufræði.
Fyrsta ljóðlína latínutextans er orðrétt biblíutilvitnun. Það er einn af
smærri spámönnunum, Sefanía (eða Sófonías), sem er aðalfyrirmynd
sálmsins og segir hann (í 1. kapítula, 15. versi): „Dagur reiði verður
dagur sá.“6 Tilvitnanir eru auðvitað eitt hinna frægu fótakefla þýð-
enda. Hér leyfir bragurinn ekki að halda íslenska biblíutextanum
orðréttum og fáir íslenskir lesendur munu svo kunnugir þessum
ritningarstað7 að þekkjanleg orðalagslíkindi þjóni nokkrum tilgangi.
Reyndar býst ég við að það sama hafi átt við um viðtakendur latínu-
textans. Hann hefur fljótt orðið svo miklu þekktari en spádómsbók
Sefanía að dies irae, dies illa hefur í huga fólks orðið að tilvitnun í
sálminn, ekki Gamla testamentið.
Það virðist þannig óþarfi að þýða endilega dies illa (‘dagur sá’)
enda gerum við Matthías það hvorugur. Hann notar í staðinn tvö-
falda þýðingu á dies irae, þ.e. „Dagur reiði, dagur bræði“ og heldur
nefnifalli latínunnar svo að dagurinn verður gerandi þess sem í næstu
línu segir. Ég hef hrakist lengra frá frumtexta, segi „heiftardaginn“ (í
tímaþolfalli) og fylli seinni bragliðina með efni sem ekki á sér sam-
svörun á latínunni: „hinst á láði“. Vissulega snýst kvæðið allt um
hinn efsta dag, þann síðasta í sögu jarðarinnar, svo að þessi orð gætu
6 Svo í Biblíu 21. aldar. „Sá dagur er dagur reiðinnar,“ hefur það verið í Biblíu Matthíasar en í minni:
„Sá dagur er dagur reiði.“
7 Þótt Grímur meðhjálpari í Manni og konu sé reyndar svo biblíufastur að vitna til Sófoníusar spá-
manns um „dag grimmdarinnar“.