Milli mála - 2020, Page 251
Milli mála 12/2020 251
10.33112/millimala.12.10
Hans Henny Jahnn
Ragna og Níls1
Það var ungur fiskimaður, Níls. Hann átti skuldlaust fagurt skip. Það var sterkbyggt skip úr góðum eikarviði. Það var mjög margt
úr kopar og látúni um borð. Á því mátti vera ljóst að dalirnir sem
hringluðu í vösum hans voru ekki úr blikki. Í káetunni, við höfðalag
koju hans (það var sú efri af tveimur; í þeirri neðri var piltur vanur
að sofa, ungur stýrimaður), hafði verið festur rauður hárlokkur. Níls
átti unnustu. Fimm menn voru á skipi Níls. Þeir lágu, þegar sá tími
var, úti fyrir ströndum Íslands við veiðar. Það gat hent að skipherrann
gerði skyndilega hlé á störfum sínum, gengi niður í káetuna og starði
á rautt hárið. Slík hegðun var mjög óvenjuleg í hans umhverfi. Þeir
þoldu þetta ekki, hinir. Þeir voru hjátrúarfullir, þótt þeir væru mjög
hugprúðir. Þegar Níls hafði enn einu sinni kastað akkerum í víkina
við heimabyggð sína (það var kyrr og grunn vík, það var mikil sól
við þessa strönd, það stóðu aðeins nokkur hús nærri sjónum) og
gengið á land í viðskiptaerindum og til að sækja heim jörðina sem
hann var fæddur á, sem hafði tekið við bernskuskrefum hans, gekk
hann ekki strax veginn til norðurs meðfram strandlengjunni að húsi
unnustu sinnar sem átti von á honum; – enda skipið komið, þetta
sem gert var úr góðum eikarviði með gulu möstrunum tveimur og
brúnu seglunum; – hann brá út af venjunni, hann fyllti þeirri sem
beið kvíða. Hann heimsótti bróður sinn í fjöllunum sem bjó þar búi
sínu. Hann sagði við bróðurinn: „Við ströndina býr stúlka nokkur
sem er rauðhærð. En við höldum okkur á norðlægum slóðum við
1 „Ragna und Níls“ er fyrsta sagan (bls. 5–11) í smásagnasafninu 13 nicht geheure Geschichten sem
útleggja mætti sem 13 eigi hýrlegar sögur og kom fyrst út hjá Rowohlt-forlaginu í Hamborg árið
1954. Þýðandi vill færa Jóni Bjarna Atlasyni, Marion Lerner og ritstjórum Milli mála þakkir fyrir
góðar og gagnlegar athugasemdir við gerð þýðingarinnar. Copyright @1995 Hoffmann und
Campe Verlag, Hamburg