Milli mála - 2020, Page 256
256 Milli mála 12/2020
RAGNA OG NÍLS
10.33112/millimala.12.10
áður kennt slíkra vara. Honum hitnaði mjög. Hann skammaðist sín.
Hann ætlaði að stama einhverju út úr sér. Og varð þess einungis
áskynja að hér var kvölin ástríðufull eins og hafið sem hafði myrt.
Hann heyrði hvíslað í eyra sér: „Níls, Níls.“ Og brá við. Hann ætlaði
að æpa að hann væri bróðirinn, ekki sá látni, að hann væri hold, ekki
draugur. Að hann væri ekki kominn yfir hafið. En orðin dóu út í
barka hans. Hann veitti þessu áhlaupi ástarinnar viðtöku. Hann
hvíslaði aðeins, til að vera áfram heiðarlegur: „Ég er Björn, Björn er
ég.“ En rödd hans virtist engin áhrif hafa. Það kom svar sem var ekki
í ósamræmi við móttökurnar: „Þú er björninn minn, björninn minn.
Nú heitir skipið ekki Ragna, ekki Níls, það heitir BJÖRN.“ Hún dró
hann inn í myrka stofuna. Með gjörvöllum líkama sínum umfaðmaði
hún hann. Hann hafði aldrei upplifað annað eins, enda þótt hann
ætti konu og barn. Það sljóvgaði hann. Skyndilega var hold konunnar
í örmum hans. Hendur hans þreifuðu á fullkominni nekt hennar.
Hjarta hans hlýnaði við sköpulagið sem hann skynjaði með hönd-
unum. En rödd hennar sárbændi: „Farðu ekki frá mér, farðu ekki
aftur yfir hafið áður en lánið hefur fallið mér í skaut.“ Síðan hlýnaði
sængin af þeim tveimur. Hann laumaðist burt áður en nóttin var öll.
Hún virtist vita að hún myndi ekki geta haldið honum. Áður en
hann hafði haldið leiðar sinnar hvískraði rödd hennar: „Stutt nætur-
gaman getur lent á þeim tíma þegar litlar líkur eru á að ég verði
móðir. Að fjórtán dögum liðnum býst ég við þér aftur.“ Og hann
kom. Og hann fann fyrir hvílu sem var óviðjafnanleg að yndisleika.
Röddin sagði: „Mig langar alltaf að vera sængin þín.“
Konurnar fjórar ólu börn sín. Og börn unnustanna fengu heiðvirð
nöfn, því feður þeirra voru látnir. Það var mjög mikil sorg við barn-
sængurnar. Ragna heimsótti konurnar fjórar og benti með hönd-
unum á sig og sagði: „Ég er líka hafandi.“ Og brosti. Henni var ekki
trúað. Og henni var vorkennt, því hún virtist veik á geði. Fólk króaði
hana af og spurði hana: „Hvenær áttu eiginlega að eiga?“ Og hún
reiknaði á fingrum sér í hvaða mánuði það ætti að vera. Uppvöðslu-
söm kona blístraði í gegnum tennurnar á sér: „Síðan hvenær koma
hinir látnu í hjónasængina?“ Ragna kinkaði kolli, brosti og svaraði:
„Hann kom. Hann var búinn að lofa því. Hann kom tvisvar.“ Eins og
hún hafði reiknað út ól hún síðla árs sveinbarn. Konurnar í þorpinu
sögðu: „Það er ólykt af þessu.“ Og spurðu: „Getur kona verið þunguð