Milli mála - 2020, Page 262
262 Milli mála 12/2020
UM SÍDAÓRUANG OG SÖGUNA MATSÍ
10.33112/millimala.12.14
Um tíu ára aldur geta strákar vígst sem nemar í Búddahofum og
karlmenn svo til munks um tvítugt. Munkar sverja af sér hversdags-
líf og hversdagsleg gildi og helga sig námi og einföldu lífi til þess að
ná auknum trúarlegum þroska. Þeir eru ekki venjulegt fólk lengur
heldur búa yfir gildi helgra hluta. Karlmenn auka trúarlegan verð-
leika sinn með því að vígjast, hvort sem þeir endast lengi meðal
munka eður ei. Er líka talið að mæður aukist að verðleikum með því
að gefa syni sína á þennan hátt til eflingar trúnni en á eigin vegum
er konum þessi vegur ekki fær. Konur geta vígst sem nunnur en þær
njóta lítils álits sem slíkar. Munkar predika og veita blessanir, en
ekkert gefur til kynna að nunnur hafi það sem til þarf hvorki að verð-
leikum né af trúarmætti til að sinna fólki á svipaðan hátt.
Ein helsta fyrirstaða hugljómunar þrátt fyrir lærdóm munkanna er
að almenningur er veikur fyrir veraldlegum gildum, fólk er bundið
ýmsum þrám og löngunum. Fólk getur ekki svo auðveldlega slitið sig
frá fjölskyldu, vinum, líkamlegum þörfum eða veraldlegum gæðum.
Að hluta til leiddi þetta til verkaskiptingar. Munkar sjá um andlegan
vöxt sinn, miðla almenningi af lærdómi sínum í predikunum, og
verða vettvangur verðleikasköpunar þess fólks sem lifir sínu hvers-
dagslífi. Er það talið langt frá því að vera á færi hvers sem er að
stunda líferni munka, til þess þurfi sérstaka hæfileika og mikinn
viljastyrk. Sjálfsafneitun munka er ein meginrót hæfileika þeirra og
staðfestu.
Vesandon prins var örlætið holdi klætt. Hann gaf frá sér hvers
kyns veraldlega hluti. Ætlun hans strax á ungaaldri var að njóta þess
að gefa. Hugsun hans kann að virðast öfgakennd þegar hann skynjar
strax á barnsaldri að hann vildi helst geta gefið úr sér hjartað eða
augun. Þegar Vesandon fæddist bárust honum margar gjafir, meðal
annars töfrum gæddur fíll sem gat ráðið því hvenær rigndi. Var fíll-
inn oft bjargvættur ríkisins þar sem hann forðaði þjóðinni frá þurrki
og hungursneyð. Síðar meir báðu menn úr nágrannaríki um að
prinsinn gæfi þeim fílinn, sem hann þá gerði. Þetta vakti óhemju
reiði meðal almennings sem sá fram á endalok velsældar sinnar.
Heimtaði fólkið að kóngurinn, faðir Vesandons, dæmdi hann til
dauða fyrir verkið. Í staðinn ákvað kóngurinn að senda hann í útlegð
til óbyggða í skógi vöxnum fjöllum langt í burtu.