Milli mála - 2020, Page 271
Milli mála 12/2020 271
10.33112/millimala.12.14
Hólmfríður Garðarsdóttir
Háskóli Íslands
Um Neidu de Mendonça1
Ég, Neida, er fullkomlega meðvituð um að heimur minn er takmarkaður.
Í hita leiksins kann einhver að gleyma spakmæli Ludwigs Wittgensteins:
„Takmörk tungumálsins eru mótuð af mínum eigin takmarkaða heimi.“
Neida Bonnet de Mendonça fæddist í Chaco-héraði, í norðaustur-hluta Argentínu árið 1933. Hún hefur verið búsett í Asunción,
höfuðborg Paragvæ, í marga áratugi. Að loknu kennaranámi stundaði
hún framhaldsnám í listasögu og fagurfræði við Asunción-háskóla,
þar sem hún sinnti kennslu lengst af meðfram ritstörfum. Eftir hana
liggja margvísleg ritverk, ekki hvað síst smásögur, sem birst hafa í
safnritum víða um heim. Vel þekkt er einnig skáldsaga hennar Ljós-
brot (Golpe de luz) frá 1983 en skáldsagan færði henni þekktustu bók-
menntaverðlaun heimalandsins sama ár og hún kom út.
Fyrsta smásagnasafn Mendonça, Undir lokin (Hacia el confin), sem
út kom árið 1984, vakti strax athygli fyrir ágeng efnistök. Höfundur
beinir kastljósi að einkalífi og stöðu kvenna, auk þess að setja fram
gagnrýni á alltumlykjandi helgreipar feðraveldisins um líf kvenna úr
öllum stéttum. Fyrir smásöguna „Pyharepyte“2 hlaut hún menn-
ingarverðlaun Paragvæ árið 1984 og fyrir söguna „Hengirúmið“ („La
hamaca“), var hún tilnefnd til Veuve Clicquot-verðlaunanna árið
1985. Síðan þá hafa smásagnasöfnin Af ryki og vindum (De polvo y del
viento, 1988) og Biðjið fyrir okkur (Ora pro nobies, 1994) vakið verð-
skuldaða athygli.
1 Stuðst er við upplýsingar úr Breve diccionario de la literatura paraguaya, eftir Teresa Mendez-Faith,
Editorial El lector, Asunción, Paraguay, 1998 og af: http://www.portalguarani.com/347_neida_
bonnet_de_mendonca_.html. Sótt í nóvember 2020.
2 Úr tungumáli frumbyggja, guaraní. Yfirskriftin vísar til þess að sofna á verðinum.