Milli mála - 2020, Page 274
274 Milli mála 12/2020
ÞAR TIL DAUÐINN AÐSKILUR OKKUR
10.33112/millimala.12.11
skerandi þögnina og vanþóknun móður minnar á meðan faðir minn
kvað upp dóm sinn: „Heiðvirð kona elskar eiginmann sinn til dauða-
dags.“ Ég sárbændi þau, sagði raunsannar og upplognar sögur. Ég
notaði allar brellur hins talaða máls, án nokkurs árangurs. Þau voru
óhagganleg, eins og virki frá miðöldum.
„Ég er heiðvirður maður. Það eina sem upp á vantar er að eiga
fráskilda dóttur. Hvaða dag sem er gæti mér verið tilkynnt að dóttir
mín sé … „Hann þagnaði. Hann notaði ekki orðið en hann vanvirti
mig þrátt fyrir það. Ég sá fyrir mér svartan blett sem stækkaði á hvíta
sloppnum sem ég klæddist sem skólastúlka. Faðir minn bætti svo
við: „Ég vil að þú snúir samstundis aftur heim! Og gerðu það fyrir
mig að finna leið til að elska eiginmann þinn!“
Þú beiðst eftir mér; vissir að ég kæmi aftur. Til að taka á móti mér
skrifaðir þú mér stutt bréf. Mér fannst það fullkomið. Óljóst man ég
innihald þess … „Yndið mitt eina. Ég hef aldrei leitað þín jafn ákaft.
Ég hef aldrei þráð þig eins mikið!“
„Ég skynja þig allt um kring. Ég sé þig, ég heyri í þér og mér finnst jafnvel
eins og ég sé að kyssa þig … Hve heitt ég elska þig! Líf mitt er í þínum
höndum. Það er á þínu valdi hvort þar ríkir hamingja eða vansæld. Öll til-
vist mín er tilraun til fullkomnunar og ég vil ekki að neitt né nokkur komi
í veg fyrir það. Ég reiði mig á þig. Þú ert mér allt: leiðin að hinu góða eða
að vonbrigðunum. Fyrir þig get ég náð fullkomnun eða fallið í glötun. Ég
sver að ég myndi frekar kjósa dauðann en það að við værum aðskilin! Julio.“
Og með sama hætti … í hvert skipti sem þér tókst að eyðileggja
ástina sem ég gerði mér upp til að eignast Anselmitu og Diego
birtust önnur bréf. Sviksamlegt orðfæri þitt ól upp börnin okkar,
kom þeim á legg og forðaði föður mínum, þeim heiðvirða, frá því að
eiga dóttur sem … Ég á erfitt með að gleyma deginum þegar þú
rakst okkur á dyr úr eigin húsi af því að pottarnir og pönnurnar voru
útötuð sóti. Ég, hún, slæpinginn, sóðinn, átti sökina. Verst var að ég
fann til sektarkenndar. Þú kastaðir öllu sem þú festir hönd á í eld-
húsinu út í garð. Í bræði þinni æptir þú: „Hypjaðu þig í burtu með
börnin þín tvö!“
Frú Saturnína veitti okkur skjól. Hún var komin til ára sinna en
bjó að reynslu og mikilli þekkingu. Hún hitaði te, tók til smákökur,