Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn 8 VATNASVIÐ OG RENNSLI Vatnasvið Öxarár er að mestu í fjall- lendi Botnssúlna og þar í grennd. Vatna- svið hennar er 45 km2 en áin sjálf er 15 km löng frá Þingvallavatni og upp að Myrkavatni.5 Ef hins vegar er miðað við upptök Súluár inni á Súlnadal, hátt í hlíðum Syðstusúlu, er hún 18 km löng. Vatnaskilin liggja víða nærri sýslu- mörkum Árnessýslu og Kjósarsýslu. Handan vatnaskila eru upptakakvíslar Laxár í Kjós og Brynjudalsár. Enginn rennslismælir er í ánni og afar fáar rennslismælingar hafa verið gerðar í henni. Meðalrennsli hennar hefur verið áætlað um 2,5 m3/s.6 Þessi tala er byggð á útreikningum miðað við úrkomumælingar á Þingvöllum og stærð og legu vatnasviðsins. Talan er líklega nokkuð nærri lagi ef miðað er við meðalrennslið þar sem áin kemur niður á láglendið við Brúsastaði. Neðar tapast allmikið vatn í hraunin eins og áður er nefnt svo að það vatnsmagn sem skilar sér með ánni til Þingvallavatns er nokkru minna. Rennslið er mjög misjafnt. Í leys- ingum getur Öxará orðið foraðsstór og flæmist þá víða um hraunið inn af Brúsastöðum og niðri í Almanna- gjá fossar hún í sprungur og glufur þannig að vatn úr henni fer að flæða víðsvegar upp um gjár og gjótur í brekkunum ofan við Vellina og buna yfir vegi og stíga (3.–5. mynd). Hinn 22. mars 2017 var farin mæl- ingaferð að Öxará og hún mæld á þremur stöðum (1. tafla). Veður var gott, sólskin og kyrrt, vægt frost og snjóföl á jörðu. Frostið hélst allan daginn svo ólíklegt er að sólbráð hafi aukið á rennsli árinnar svo nokkru nemi. Fyrsta mælingin var gerð norðan við Brúsastaði þar sem áin kemur ofan úr fjalllendinu og fellur út á Þingvallahraunið. Þarna reyndist rennslið vera um 1410 l/s. Næsta mæling var gerð skammt neðan við þjóðveginn og ofan við Öxar- árfoss. Þarna hefur áin runnið alllangan veg á Þingvallahrauni og yfir sprungur sem þvera hana. Rennslið mældist 1190 L/s sem þýðir að um 220 l/s hafa tap- ast úr henni á leiðinni yfir hraunið og niður að fossi. Líklegt er að vatn haldi áfram að síga úr ánni þar sem hún fellur suður eftir gjánni allt niður fyrir Drekkingarhyl. Þriðja mælingin var gerð á völlunum rétt á móts við Þingvallakirkju. Þarna reyndist rennslið 1300 l/s. Áin er greini- lega tekin að bæta í sig á nýjan leik, enda er um 100 l/s lind við heimreiðina að Þingvallabænum. Þetta er vatn sem kemur frá Flosagjá og sígur gegn um hraunið til lindarinnar. Á sem bætir jafnt og þétt í sig vatni frá grunnvatninu nefnist írennslisá (e. influent stream) en á sem tapar vatni niður til grunnvatnsins nefnist hripá eða úrrennslisá (e. effluent stream). Öxará er írennslisá í fjalllendinu ofan Brúsastaða og á völlunum ofan Þingvallavatns en hripá á leið sinni yfir hraunið frá Brúsa- stöðum og niður fyrir Drekkingarhyl. Á Völlunum er hún orðin að írennslisá á ný. 3. mynd. Öxarárfoss í miklum vatnavöxtum 25. febrúar 2013. – Öxarárfoss swelling on February 25, 2013. Ljósm./Photo: Einar Á.E. Sæmundsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.