Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 88
Náttúrufræðingurinn
88
UMRÆÐUR
HLÝNUN ÞINGVALLAVATNS
Þingvallavatn hefur hlýnað marktækt
á undanförnum 55 árum, 1962–2016, og
fylgir hlýnunin allnáið hækkandi loft-
hita á vatnasviðinu. Ársmeðalhiti í vatn-
inu hefur hækkað að jafnaði um tæpar
0,2°C á áratug og ársmeðallofthiti á
vatnasviðinu um tæpar 0,5°C á áratug.
Hlýnandi veður á vatnasviðinu fellur
jafnframt vel að þeirri þróun sem átt
hefur sér stað í lofthita almennt á Íslandi
síðastliðna hálfa öld og rakin er til hlýn-
andi loftslags á jörðinni.1,37 Hlýnun lofts
virðist þó vera ívið meiri á vatnasviði
Þingvallavatns en í Reykjavík, sem lesa
má úr lofthitagögnunum á ársgrunni frá
þessum tveimur stöðum (sjá 6. mynd).
Við þetta má bæta að hlýnun veður-
fars á Íslandi undanfarna 4–5 áratugi
er nokkru meiri en hnattræn hlýnun
á sama tímabili. Þá er reiknað með að
hlýnunin hér á landi næstu áratugina
verði á landsvísu allt að 0,47°C á áratug.1
Fram undir miðjan sjöunda áratuginn
mótar í Þingvallavatni fyrir lokum hlý-
skeiðsins sem hófst hér á landi um
1930.1,37 Frá 1965 og fram undir miðjan
níunda áratuginn kólnaði loftslag á ný
og kemur það vel fram í vatnshita Þing-
vallavatns. Um og upp úr 1983 fór veður
hlýnandi á ný, einkum þó eftir alda-
mótin 2000, og kemur það skýrt fram í
hækkandi ársmeðalhita Þingvallavatns,
að minnsta kosti fram undir 2010, en
eftir það hefur dregið úr hlýnuninni.
Enda þótt hlýnun Þingvallavatns
hangi vel saman við hækkun lofthita,
og megi rekja til áhrifa sólar, vinds og
útgeislunar um yfirborð vatnsins, verður
að taka með í reikninginn hugsanleg
áhrif vegna mögulegrar hlýnunar grunn-
vatnsins sem streymir í stöðuvatnið.
Mælingar þar að lútandi eru því miður
mjög stopular og þau takmörkuðu gögn
sem eru fyrir hendi38,39 gefa ekki tilefni
til að ætla að hitastig írennslisvatnsins
hafi breyst með marktækum hætti.
Þrátt fyrir mikið dýpi og rúmtak
Þingvallavatns og stöðugt innstreymi
af köldu grunnvatni hitnar bæði vatnið
og kólnar fljótt. Þetta á einkum við um
ljóstillífunarlagið sem nær niður á 25–35
m dýpi. Áhrif lofthita koma iðulega að
júní júlí ágúst sept. okt. nóv.júní júlí ágúst sept. okt. nóv. júní júlí ágúst sept. okt.
0
5
10
15
20
25
30
35
40
nóv. V
in
du
r /
W
in
d
(m
/s
)
0
10
20
V
in
du
r /
W
in
d
(m
/s
)
0
10
20
2011 2012 2013
2014 2015 2016
D
ýp
i /
D
ep
th
(m
)
0
5
10
15
20
25
30
35
40
D
ýp
i /
D
ep
th
(m
)
3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13
7. mynd. Jafnhitagröf vatnshita (°Celsius) í vatnsbol Þingvallavatns á stöð NK2 á 8–10 mismunandi dýpum og meðalvindhraði á Leirum (stöð 1596) á
árunum 2011–2016. – Isographs of mean water temperature (°Celsius) at 8–10 different depths at pelagic station NK2 in Lake Þingvallavatn and
mean wind speed at station 1596. Data is based on 24 hour recordings from early June to late October 2011–2016.
Ár / Year Ár / Year Ár / Year
A – ársmeðaltöl / Yearly mean B – Júlí / July C – Október / October
1970 1980 1990 2000 2010 2020
3
4
5
6
1970 1980 1990 2000
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
1970 1980 1990 2000
0
1
2
3
4
5
6
7
8
Va
tn
sh
iti
/
La
ke
T
(°
C
)
Va
tn
sh
iti
/
La
ke
T
(°
C
)
Va
tn
sh
iti
/
La
ke
T
(°
C
)