Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 113

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 113
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 113 GRÍPA ÞARF TIL AÐGERÐA TIL VERNDAR ÞINGVALLAVATNI Niturmengun og hlýnun ógna bláma og tærleika Þingvallavatns. Hitamæl- ingar allt frá 1962 sýna að Þingvallavatn hefur hlýnað umtalsvert auk þess sem nitur berst í æ meira magni út í vatnið og virkar sem áburður fyrir þörunga- gróðurinn. Í ljósi þessara staðreynda eru eftirfarandi kröfur UNESCO sér í lagi þýðingarmiklar: • Allt Þingvallavatn er verndað sem hluti af heimsarfinum vegna bleikju- afbrigðanna fjögurra sem þar þrífast. • Öll barrtré skulu fjarlægð – níu tegundir alls – og upprunalegur gróður í þjóðgarðinum skal verndaður. • Fjarlægja ber alla sumarbústaði innan þjóðgarðsins. AF HVERJU ERU KRÖFUR UNESCO RÉTTMÆTAR? NITURMENGUN AF MANNAVÖLDUM Bæði Mývatn og Þingvallavatn eru menguð af seyru – sem stafar af frárennsli frá sumarbústöðum, landbúnaði, hót- elum, ferðamannafjölda sem er yfir einni milljón á ári, og vaxandi bílaumferð sem spýtir út nitri. Þekkt er leirlosið í Mývatni, þegar þykk súpa af blágrænbakteríunni Anabaena myndast í yfirborðinu og lokar fyrir allt ljós niður í vatnið og til botns- ins. Niturmagnið eykst ört því Anabaena bindur og nýtir nitur úr andrúmsloftinu. Þetta á sér einnig stað í Þingvallavatni, en í minna mæli en í Mývatni. Nitur berst einnig í Þingvallavatn vegna umferðar um þjóðgarðinn. Hún hefur aukist veru- lega vegna hraðbrautarinnar sem lögð var yfir Lyngdalsheiði. Vegagerðin hefur svikist um að mæla bílamengun af loft- bornu nitri þrátt fyrir að umhverfisráð- herra hafi sett það sem skilyrði við leyfis- veitingu fyrir hraðbrautinni 2007. Efnaskipti í Þingvallavatni eru flóknari en í Mývatni enda er vatnið gríðarstórt. Engu að síður eru hættumerkin greini- leg: Niturmagn í Þingvallavatni 25-fald- aðist á tímabilinu 1980–2010. Magn þör- ungasvifs er marktækt meira nú en fyrir 3–4 áratugum og er aukningin tvö- til fjórföld. Ef svo heldur fram sem horfir er hætt við að blámi og tærleiki Þing- vallavatns víki fyrir vaxandi þörunga- gróðri. Ef þörungum fjölgar minnkar rýni og ljósið nær ekki jafn langt niður í vatnið. Þá gæti Þingvallavatn breyst úr tæru og bláu vatni í grænt og gruggugt eins og dæmi eru um erlendis. Rotþrær duga ekki. Hvers vegna ekki? Rotnunin er of hæg og raunar nánast engin, enda frost í hraununum næstum hálft árið. Seyran safnast því upp og sytrar út í niturvana vatnið í gegnum gisið og gegndræpt hraunið. Það verður að skipta rotþróm út fyrir tanka úr stáli eða plasti og flytja seyruna út fyrir vatnasviðið, seyru sem kemur frá yfir 500 sumarbústöðum umhverfis vatnið og frá einni milljón gesta sem heimsækja Þingvallavatn árlega. Aðeins þannig verða skilyrði UNESCO um verndun Þingvallavatns, búsvæðis bleikjunnar, uppfyllt. SUMARHÚS Í EINKAEIGU Sorglegt er virðingarleysi yfirvalda fyrir friðun þjóðgarðsins. Fljótlega eftir stofnun hófst mikil úthlutun sumarbú- staðalóða innan þjóðgarðsins, og einnig á Kárastaðanesi og í landi Heiðarbæjar. Um leið og Gjábakkinn var tekinn inn í þjóðgarðinn hófst úthlutun lóða þar. Þegar möguleikarnir voru þrotnir á nefndum stöðum var farið í Kaldár- höfðaland, sem er ríkisjörð, og lóðum úthlutað á Eldborgahrauni. Þegar það var stöðvað var úthlutun flutt suður fyrir Sog að Úlfljótsvatni í Grímsnesi. Þingvellir er þjóðgarður þar sem allsherjarþingi Íslendinga var komið á fót árið 930. Kom þingið þar saman undir berum himni allt til 1798. Þing stóð yfir í tvær vikur í senn og á þeim tíma settu þingmenn lög, miðluðu málum og kváðu upp dóma. Þingvell- ir hafa djúpstæða sögulega og táknræna merkingu fyrir íslensku þjóðina. Heimsminjastaðurinn er á virku gosbelti og innan hans er Þingvallaþjóðgarður og leifar Alþingis sjálfs, þar sem sjá má tóftir um 50 búða sem byggðar voru úr torfi og steini. Talið er að finna megi á staðnum mannvistarleifar allt frá 10. öld neðan moldar. Til heimsminjastaðarins heyra leifar af búsetulandslagi frá 18. og 19. öld, Þingvallakirkja og við hlið hennar Þingvallabær, og bleikjan í Þingvallavatni (e. ... and the population of arctic char in Lake Þing- vallavatn). Í þjóðgarðinum má sjá ummerki um það hvernig landið var mótað til landbúnaðar í rúm 1000 ár. (Lbr. höf.). Stutt lýsing Heimsminjaráðsins (World Heritage Centre) á Þingvallaþjóðgarði:2 UNESCO setti fram þýðingarmiklar kröfur í fimm liðum í bókun við verndaráætlun þjóðgarðsins 2004–2014. Þar er mælst til þess (e. recommended) að stjórnvöld beiti sér skjótt til að framfylgja áætlun- um (e. act quickly to give effect to various programmes), m.a. með aðgerðaáætlun um stigvaxandi uppkaup sumarhúsa í þjóðgarðinum, ströngu eftirliti með frárennsli frá mannvirkjum sem liggja að Þing- vallavatni og aðgerðaáætlun um að fjarlægja barrtré af erlendum upp- runa úr öllum þjóðgarðinum (nema danska minningarlundinn, Furu- lundinn) og gróðursetja í stað þeirra upprunalegar íslenskar tegundir. FRIÐUNARTEXTI UNESCO 2 Þýðing höfundar á texta UNESCO: Lýsing heimsminjastaðar nr. 1152 á vefsvæði Heimsminjaráðsins, World Heritage Centre (Þingvellir National Park – Brief synthesis). Slóð: https://whc.unesco.org/en/list/1152
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.